Smá yfirferð yfir árið 2007
Janúar
Byrjun ársins einkenndist mest megins af stækkandi ummáli bumbunnar og meðfylgjandi togverkjum sem voru ekki alveg þeir þægilegustu. Meðgöngusundið var alveg að bjarga bakinu mínu, fann það sérstaklega eftir jólafríið.
Ég asnaðist til þess að samþykkja að vera aukamanneskja á síðdegisvöktum á annari hg.stöð svona öðruhverju fram í apríl og það bara gekk ágætlega upp.
Um miðjan janúar fengum við þær fréttir frá Ameríkunni að Shavawn og Steve hefðu eignast annan strák, Luke Steven.
Ég kíkti líka í heimsókn upp á slysó þar sem bakflæðislyfin sem ég var á á þeim tíma voru ekki alveg að gera sig – svaka gaman eða hitt þó heldur.
Leifur byrjaði að vinna almennilega í lokaverkefninu sínu.
Febrúar
Eftir þessa stórskemmtilegu heimsókn á slysó þá var ákveðið að ég myndi fara á gömlu lyfin mín aftur vegna bakflæðisins.
Við skötuhjúin skelltum okkur á svokallað foreldrafræðslunámskeið hjá ljósunni okkar þar sem ýmislegt í tengslum við mætingu erfingjans var kynnt fyrir okkur.
Ásta frænka sendi kassa fulla af barnafötum til litla krílisins sem var væntanlegt. Bara gaman að taka upp þessi pínu litlu föt!
Ég náði mér í kvef og án gríns held að ég hafi aldrei náð að verða jafn tuskuleg og veik án þess að vera með hita.
Leifur og Kransi fóru í mælingarferð á Skeiðarársand til þess að afla gagna fyrir lokaverkefnið hans Leifs.
Við urðum vör við eldsvoða í blokkinni fyrir neðan hjá okkur á F59. Hringdum á 112 og komum ferlinu af stað í að tæma stigaganginn – hasar!
Bumban stækkaði.
Mars
Verkefnaskrif og stækkandi bumba voru aðalmálið þennan mánuðinn, enda var hann ótrúlega tíðindalítill og rólegur. Ég minnkaði jú við mig vinnu þar sem ég var farin að þreytast svolítið en var samt í 75% starfshlutfalli.
Fór í “öðruvísi” fermingu. Öðruvísi að því leiti að hún fór fram á táknmáli. Halldór frændi var að fermast 🙂
Apríl
Fermingarveislur – éta meira 😉
Páskarnir komu og tókum við Leifur, Ása og Sirrý upp á því að búa til hefð á föstudaginn langa í minningu föstudagsins langa í Holte.
Leifur og Kransi fóru í seinni mælingaferðina á Skeiðarársanda.
Stuttu eftir páska ákvað líkaminn minn að nú væri komið nóg og að ég þyrfti að hvíla mig og undirbúa mig fyrir komu erfingjans. Áætlaður fæðingardagur kom og fór og mánaðarmótin nálguðust, ljóst var að erfinginn myndi verða maíkríli 😉 Leifur náði þar með í nokkra aukadaga í verkefnaskrif og bumban stækkaði enn meira 🙂
Maí
Leifur átti að mæta í próf þann 2. maí en sá dagur tók heldurbetur snúning þar sem erfinginn ákvað rétt fyrir kl 3 um nóttina að þetta væri nú góður dagur og sprengdi belginn. Kl 17:23 mætti svo lítill drengur á svæðið, 14 merkur og 51cm, augasteinn foreldranna 😉 (stórviðburður ársins nr 1).
Leifur klárar að skrifa verkefnið sitt og þar með mastersnámið sitt í byggingarverkfræði.
Mánuðurinn leið í fæðingarorlofi, brjóstagjöf og að kynnast nýja einstaklingnum sem kominn var inn í líf okkar.
Í lok mánaðarins komu í ljós heilmiklar stíflur og bólgur í öðru brjóstinu mínu sem kröfðust þess að ég þurfti að fara í aðgerð til þess að laga vandamálið. Á meðan Leifur var að verja verkefnið sitt lágum við Oliver inni á Sængurkvennadeild LSH.
Júní
…byrjaði á spítalanum og með fleiri aðgerðum.
Við ákváðum skírnardaginn og byrjuðum að undirbúa hann.
Litli drengurinn okkar óx og dafnaði 🙂
Leifur og Gunnar útskrifuðust báðir úr verkfræðinni þann 16.júní. Annar með master hinn með BS (stórviðburður ársins nr 2).
Við keyptum okkur nýja myndavél og erum enn að læra á hana.
Leifur fór í 3ja sinn á Kárahnjúka að vinna.
Ásta frænka kom til landsins!!
Júlí
Þann 1.júlí fékk litli kúturinn okkar nafn, hann fékk það reyndar strax við fæðingu en opinberlega var það þennan dag, Oliver eftir langafa sínum.
Við héldum risa veislu þar sem Leifur fékk enga veislu þegar hann útskrifaðist þannig að við ákváðum að slá þessu saman og halda eina stóra fyrir feðgana.
Nokkrum dögum síðar mætti vinkona Olivers á svæðið og fékk nafnið Sóley Svana.
Við vorum mjög dugleg í fjölskylduboðunum þarna fyrstu dagna í mánuðinum, á eftir skírnar/útskriftarveislunni voru lappaveisla og afmælisveisla Ástu frænku.
Í lok mánaðarins dró heldur betur til tíðinda hjá okkur, við gerðum kauptilboð í okkar fyrstu íbúð sem var tekið (stórviðburður ársins nr 3).
Ágúst
Við Oliver skelltum okkur í hringferð um landið með viðkomu á Tjörn, Kárahnjúkum (enda að heimsækja Leif) og á R19 á Akureyri.
Fengum þær gleðifréttir að greiðslumatið væri gengið í gegn (en ekki hvað) og á afmælisdaginn hennar Sirrý vinkonu (13.ág) voru lyklarnir komnir í okkar hendur.
Restin af mánuðinum einkenndist af pússningu, slípi, pappalagningu, málingarteipi, lakki og málingu.
September
Við Oliver fluttum inn í H14 fyrrihluta september með aðstoð frá Jökli og Ingu. Þar sem Leifur var enn að vinna á Kárahnjúkum er ekki alveg hægt að segja að hann hafi flutt inn með okkur haha.
Jökull og Inga voru tekin með trompi í steggjun/gæsun um miðjan sept, og viku síðar gengu þau upp að altarinu og játuðust hvort öðru 🙂 æðisleg athöfn og frábær veisla.
Október
Loksins hætti Leifur að vinna á Kárahnjúkum og byrjar að vinna á skrifstofunni hérna í Rvíkinni. Hann flytur þar með formlega inn í H14 til okkar Olivers 😉
Við skelltum okkur svo í sumarbústað með Magga, Elsu, Óla og Sigga yfir 1 nótt, nutum þess að vera í sveitinni í góðum félagsskap.
Nóvember
Mánuðurinn byrjaði rólega en svo fórum við að spíta í lófana og taka jólamyndirnar af Oliver svo við gætum nýtt ferðina til Köben í að framkalla ódýrt 😉
Í lok mánaðarins fórum við svo til Köben í nokkra daga. Náðum að hitta Dúddí, Vibe og Jesper í dagsferð til Slagelse og svo að eyða kvöldi með Önnsku í Köben. Bara notalegt. Leifur fór svo á undan okkur Oliver á sunnudeginum, hann til London á ráðstefnu en við heim á klakann.
Desember
Mánuðurinn byrjaði með áti eða með öðrum orðum, jólahlaðborði. Og fyrsta virka daginn var mín mætt í vinnu sem þýðir að Oliver þurfti að fara í pössun en á góðan stað þar sem mamma ákvað að líta eftir litla dóttursyninum á meðan foreldrarnir væru að vinna. Aðventan einkenndist auðvitað af jólaboðum og hinu og þessu jólatengdu.
Þann 6. des fengum við ansi skemmtilegan tölvupóst frá Magga og Elsu sem voru stödd í Ástralíu með þeim fréttum að þau hefðu gift sig á strönd rétt fyrir utan Syndey 🙂
Jólin komu og áttum við yndislegan tíma með fjölskyldum okkar.
Á milli jóla og nýárs var svo blásið til innfluttnings/brúðkaupspartý hjá brúðhjónum mánaðarins.
Yndislegt og frekar mikið viðburðarríkt ár sem er að ljúka hérna hjá okkur skötuhjúnum.
Greinilega viðburðar ríkt og skemmtilegt ár.
Vona nýja árið verði skemmtilegra…. gleðilegt ár kæra fjölskylda
sjáumst hress á nýja árinu
Gleðilegt nýtt ár ! :*
Gaman að lesa svona annál frá ykkur 🙂
gleðilegt nýtt ár, kæra litla fjölskylda 🙂
Góður pistill.. gleðilegt ár nær og fjær.
Hæ Dagný og fjölsk.
Gleðilegt ár og takk fyrir gamla. Alltaf gaman að hitta á ykkur og smá spjall.
Ég er með smá spurningu til þín vegna síðasta áramótaskaups. Þar söng “Steingrímur” lag sem ég veit að þú varst með link á þegar þið bjugguð í Köben en það er lagið með James Blunt sem var á Íslensku : Þú ert falleg.
‘Eg man þú varst mjög hneiksluð á þessum Íslenska texta á sínum tíma en ég og fleiri erum búin að veltast um af hlátri og með mis miklu áfengismagni í líkamanum og góðum húmor þá er þetta óborganleg skemmtun. Nú er ég búin að týna linknum en ef þú getur hjálpað mér að hafa upp á þessu þá mundi ég verða mjög glöð. Heldur þú að þú getir hjálpað mér að grafa þetta upp ? Þú mátt bara senda mér hann í tölvupósti. Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég sá áramótaskaupið og síðan hef ég verið friðlaus að leyfa öðrum að njóta með mér ; )
Kv.
svona eiga árin að vera full af skemmtilegum ævintýrum og atburðum.