Mikið svakalega verð ég reið og pirruð út í fólk sem ákveður að halda á fjöll og er “vel útbúið” þegar búið er að spá vondu veðri um allt land!
Ég verð enn reiðari og pirraðri þegar ég frétti að börn hafi verið með í ferðinni!
Án gríns að þá var byrjað að tala um slæma spá fyrir þessa helgi strax um síðustu helgi. Ég skil ekki svona fólk. Það er eins og það sé bara sjálfsagt mál að fólkið okkar í björgunarsveitunum hætti sínu lífi til þess að bjarga þínu lífi þegar þú hlustar ekki. Mér finnst það amk ekki sjálfsagt mál.
Mikið er ég sammála þér frænka. Svona fólk á bara að fá að borga sinn björgunarleiðangur sjálft til að fá að vita hvað svona hálfvita skapur kostar þjóðina okkar. Og að að dirfa sér að hafa börn með í svona “skemmtiferð” er bara bjánaskapur, þetta er ekki skemmtiferð ef illa fer. En slepppur fyrir horn í hinn tíman. En þetta fólk er líka að ala upp aðra bjána til að fara svona ferðir. Því það læra börnin sem fyrir þeim er haft……
annars gleðilegt ár 🙂
já… eins og við höfum ekki haft nóg annað að gera þennan dag… flugeldasalan á fullu og við með 4 bíla og mannskap úti í óveðursaðstoð og þá þurftum við að manna snjóbílinn til leitar og vörubílinn til að flytja snjóbílinn uppeftir…
Kjánafólk… það sem fólki dettur ekki í hug *pirrpirr*
heyr heyr samála þér frænka.
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla
Kveðja Helga