Jæja ætli það sé ekki best að koma með einhverjar fréttir…
Ég steingleymdi að taka mynd af síðasta aðventukerti þannig að mynd af öllum 4 birtist á sunnudaginn (I hope). Alveg merkilegt hvernig allt hrúgast á sömu dagana.
Við fórum í laufabrauðsskurð um síðustu helgi með Familíunni hans Leifs og þaðan beint í mat til múttu & pápa í tilefni af brúðkaupsafmælinu þeirra. Við erum búin að kaupa jólatréið og það bíður bara eftir því að fá að komast inn í hlýjuna af svölunum. Erum að spá í að taka það inn á morgun og gera það reddí til skreytingar, snyrta og setja etv seríuna á það. Dundum okkur svo á Þorlák við að tína skrautið okkar upp 🙂
Það er að komast betri tilfinning á allt hvernig vinnan mótast eftir áramót, ég er ekkert smá fegin því þar sem þetta leit alls ekki vel út og mig var hreinlega farið að kvíða því að mæta til vinnu aftur – það á bara enganvegin við mig að sitja kyrr allann daginn með enga tilbreytingu í því sem starfið felst í, eða amk MJÖG litla.
Oliver líður bara vel hjá mömmu og ég held að það eigi bara eftir að koma vel út, nema etv að það vantar auðvitað leikfélaga 😉 Annars þá er hann að ná sér í sín fyrstu veikindi núna… búinn að vera með 38-39 stiga hita síðan í gær. Mikið svakalega er maður lítill í sér svona slappur.
Annars þá er allt að smella saman hjá okkur, kortin farin úr húsi, jólagjafirnar eru óinnpakkaðar inni í skáp (fyrir utan eina sem kemst ekki inn í skáp þannig að hún fær að vera niðri í geymslu 😉 ), eigum í raun bara eftir að snurfusa íbúðina og skreyta jólatréið 🙂
Jæja ég ætla að fara að knúsa litla lasarusinn minn 🙂
Gleðileg jól kæra vinkona og takk fyrir skemmtilegar samveru- og saumastundir á liðnu ári. Vonandi verða þær enn fleiri á nýja árinu.
Vonandi batnar Oliver fljótt