Mér bauðst að bætast í hóp sem var að fara á glerbræðslunámskeið hjá Glit um daginn. Þetta var bara svona eitt kvöld og við fengum að gera 3 hluti.
Mér fannst þetta rosa gaman 🙂 líka svo gaman að eiga nýtilega hluti sem maður hefur gert sjálfur.
Það var ss eitt skylduverkefni sem var stjarna. Þetta skylduverkefni var í rauninni bara til þess að kenna okkur að beita glerskerunum og að brjóta glerið 🙂 svo máttum við velja á milli nokkurra tegunda af litlum skálum og að lokum 1 stóran hlut og þar var valdi ég mér að gera brauðbakka 🙂
Núna er ég heilmikið að spá í að tékka á svona námskeiði í vor fyrir æskuvinkonurnar – veit að þær myndu ekki neita því hehe 😉
Takk fyrir að leifa mér að koma með Aiste 🙂
Hér eru allir 3 hlutirnir sem ég gerði á námskeiðinu 🙂
Stjarnan mín er komin í stofugluggann
svona eru brúnirnar á litlu nammiskálinni 🙂
annað handfangið á brauðbakkanum – hitt er eiginlega eins, bara pínuponsu öðruvísi.
mig langar að fara á svona námskeið – ekkert smá flott hjá þér 🙂
Vá hvað þetta er flott ! Mamma hans Robba er einmitt búin að fara á nokkur svona námskeið og er alveg veik fyrir þessu, hana dreymir um að kaupa svona ofn og hafa í bílskúrnum :o)
Flott hjá þér Dagný, og litli drengurinn þinn mikið krútt
Ég er sko alveg meira en til í að koma með á svona námskeið, þetta er ekkert smá flott 🙂
Takk stelpur 🙂
Sigurborg, mér skilst að ég geti víst mætt núna á “verkstæðið” og keypt gler og brennslutíma í ofninum 🙂 afþví að ég er búin að “læra” grunninn *hehe*
Eva Hlín & Slauga, ég skal tékka á þessu – gæti reyndar verið að við þyrftum að bæta nokkrum við hópinn til þess að geta fengið jafn góðan díl 🙂
Vá ekkert smá flott 🙂
Til hamingju með þetta.
kv, HK
vá hvað þetta er flott ég á pottþétt eftir að prófa þetta.
Þetta er hrein list ! Spurning með einkasýningu á Kjarvalsstöðum..
HAH góður Maggi 😉
Þetta er ekkert smá flott hjá þér. Sonur minn er búinn að vera að gera svona í skólanum og hann er að koma með heilu listaverkin heim. Allt að fyllast hér af skálum.