í dag var það Davíð Rúnar … mér brá dáldið að koma þarna inn…
þannig er að Davíð Rúnar er barnabarn systur pabba og hún tók upp á því fyrir um 15 árum að einangra sig frá amk pabba ef ekki öllum systkinunum nema Ástu frænku… og pabbi ákvað bara að leyfa henni að ráða ferðinni.. samt leiðinlegt þar sem þau voru svona frekar náin þegar ég var lítil.. eyddum t.d. jólunum nokkrum sinnum þarna heima hjá þeim.. allavegana þau hafa ekkert haft samband og við bara hitt þau í svona fermingum hjá börnum dóttur þeirra hjóna og jarðarförum innan fjölskyldunnar… ekkert meira en það og þá í raun varla það… sorglegt en svona er þetta bara …
ennnnnnnn í dag tóku þau upp á því að vera svaka næs og töluðu heilan helling við mig m&p, sem er dáldið undarlegt… og ekki nóg með það þá tók maðurinn hennar utan um mig þegar við vorum að fara og kyssti mig á kinnina… svo fór kall greyjið að afsaka sig.. “fyrirgefðu ég var bara svo vanur að gera þetta þegar þú varst lítil hnáta” mér fannst bara vænt um að hann skyldi hafa gert þetta.. þótt hann sé ekkert skyldur mér þá vorum við nú mikið hjá þeim hjónum þegar ég var lítil… frænka var líka mildari þótt hún hafi nú hellst tekið í höndina á mér ( ég geri nú samt í því að taka utan um hana og kyssa á kinnina þegar ég hitti hana veit ekki alveg hversvegna… bara grallarinn í mér hugsa ég )… bara gaman að þessu öllu saman…
anyhow… ég á lítinn drullugan grænan bíl hérna úti á plani sem ég er að spá í að fara að þrífa …