Jæja ætli það sé ekki ágætt að henda nokkrum línum hérna inn 🙂
Ég byrjaði að vinna aftur á mánudaginn, dálítið skrítið að byrja aftur að vinna og frekar blendnar tilfinningar í gangi – vonum bara að þetta lagist í janúar. Oliver er hjá mömmu á meðan ég er að vinna þannig að ég veit að ég þarf engar áhyggjur að hafa af guttanum 🙂 svo vonum við bara að hann eigi eftir að fá inni á leikskóla fyrr en seinna 😉 Ég er búin að leggja inn umsókn hjá LR og þar var mér reyndar sagt að hann færi ekki á biðlista fyrr en á 1 árs afmælisdaginn og yrði þá raðað niður eftir aldri barnanna sem bíða eftir að komast inn á þá leikskóla sem ég sótti um á. Valkostur nr 1 er Austurborg, leikskólinn sem er staðsettur er beint fyrir aftan Austurver, semsagt hérna rétthjá!
Annars þá gengur lífið bara sinn vanagang hérna. Ég tók mig til fyrr í vikunni og skellti í 2 smákökusortir og prufaði líka eplagratín uppskrift sem ég átti, setti hana (og reyndar aðra smákökusortina) inn á uppskriftarvefinn okkar. Verð að viðurkenna að þetta var ekki alveg að standast væntingar enda gaf ég eplagratíninu bara 1 stjörnu 😉 jebb ég er ss komin með svona stjörnugjafarkerfi inn á uppskriftarvefinn *jeij*
Við erum búin að hanna jólakortin í ár – næsta skref er bara að klára þau! Er líka að föndra smá fyrir vinafólk okkar. Margt í gangi, eiginlega full mikið 😉 eða réttarasagt mörg verkefni sem ég er byrjuð á en hef ekki gefið mér færi á að klára.Það er allt að verða jólalegra hérna hjá okkur, jólaseríur komnar í þá glugga sem fá jólaseríur, aðventuljósið komið í eldhúsgluggann og sería komin á svalirnar (hah! Við erum þau einu sem eru með seríu á svölunum, amk enþá). Við erum líka aðeins búin að setja jólaskraut upp hérna hjá okkur… held áfram að tína það smásaman upp næstu daga… bara gaman að sjá myndina koma svona hægt og rólega á heimilið 🙂
Annars var þessi mynd af sætasta að finnast í myndavélinni
við vorum að fá bréf um að Hrafn Ingi væri kominn inn hjá LR fyrir nokkrum vikum. Eigum samt ekki að segja upp plássinu á leikskólanum sem hann er á núna því hann má örugglega ekki byrja fyrr en í jan/feb, held að flest börn séu að komast inn um 2ja ára afmælið…
já, þetta er rosalega misjafnt eftir hverfum… ég var t.d. að tala við konu sem býr hérna í stigaganginum hjá mér og á strák sem er 2ára síðan í sumar, hann komst inn á þennan leikskóla sem ég sótti um á þegar hann var 13mán (og hann er að flytja úr hverfinu 😛 í vor).
Annars er þetta rosalega mikið happadrætti, skv heimasíðu LR þá er miðað við að börn séu ekki eldri en 2 ára þegar þau komast fyrst inn á leikskóla. Svo er það líka alltaf spurning um hvernig mannað er á leikskólunum, og eins og staðan hefur verið undanfarin ÁR að þá er maður bara að krossa fingur…
Bara láta vita að ég hafi komið við hér á síðunni. Allt gott að frétta héðan stefni að því að byrja að vinna næsta mánudag og þsð er líka að verða jólalegt hér hjá mér. Kveðja.
æj það er gott að þú sért að hressast Júlíana 🙂 vona bara að þessu fari nú að ljúka hjá ykkur systkinunum!!!