Köben var bara skemmtileg 🙂 Smá byrjunarörðuleikar hjá okkur alveg í morgunsárið – eiginlega bara afþví að við vorum sennilegast enn sofandi þegar við vorum á leiðinni út úr húsi enda enn nótt!
Ótrúlegt hversu auðvelt það var að fara með Oliver í flug – vona bara að það eigi ekki eftir að breytast mikið í framtíðinni 😉 Hann svaf í flugtaki á leiðinni út og vaknaði alveg á tíma í mat 😉 og lagði sig svo aftur aðeins seinna, fékk ekkert í eyrun eða neitt í lendingu eða flugtaki.
Við gistum á hóteli sem er á Colbjørnsensgade, alveg við aðallestarstöðina eiginlega og vorum með útsýni yfir Lille Colbjørnsensgade þar sem Kransi og Heiðar bjuggu fyrst þegar við fluttum til Dk. Það var reyndar einhver ruglingur í bókuninni þannig að við fengum “fjölskylduherbergi” og uppábúin rúm fyrir 5! Það var reyndar lagfært strax næsta dag. En samt alger lúxus að vera með stórt herbergi því að það fylgir manni alltaf svo mikið af drasli hvorteð er 😉
Við notuðum tímann í margt á meðan við vorum þarna…. Röltum Strikið á miðvikudaginn og fyrsta manneskjan sem ég rekst á er engin önnur en Magda! Stelpa sem var að vinna með mér á hótelinu. Bara skrítið! Náðum líka í allar myndirnar sem við framkölluðum í Fields – bara smá bunki *hóst* reyndar vantaði einn pakkann í sendinguna en við gátum náð í hann á lau.
Á fimmtudeginum ákváðum við að fara með lestinni upp til Lyngby og rölta aðeins þar um, heimsækja Lyngby storcenter og svo tókum svo hinn klassíska 170(strætó) Til Holte og fórum út á stoppustöðinni okkar og kíktum aðeins inn í Vejledalinn og röltum svo til baka á lestarstöðina eins og við vorum vön að gera ef við misstum af strætó.
Við kíktum til Slagelse á föstudeginum til Dúddíar ömmusystur Leifs og eyddum með henni deginum. Ferlega notalegt að eiga einn svona dag þar sem maður er ekki á fullu að þramma og svona 😉 náðum líka að hitta Vibe og Jesper í smástund hjá Dúddí.
Laugardagurinn fór í enn meira rölt, jólamarkaður á Nyhavn og jólatívolí! Alveg á tæru að við þurfum að fara aftur í jólativolí þegar Oliver verður eldri. Ljósin voru rosa spennó en hvernig verður hann eldri 😉
Leifur þurfti að fara með flugi rúmlega 5 í gær þannig að við ákváðum að verða samfó út á flugvöll þannig að ég yrði bara með Oliver, kerruna og skiptitöskuna í bænum. Við Dúddí vorum búnar að ákveða að hittast um miðjan daginn og fara saman í tivolí (já aftur) og svo þurftum við Oliver að vera mætt aftur út á flugvöll kl 7 því að flugið átti að fara kl 10 en það var seinkun (surprice) þannig að við fórum ekki í loftið fyrr en rúmlega 11 og svo var þetta óvenju langur flugtími því að við lentum ekki fyrr en rétt fyrir kl 2 í nótt. En sem betur fer þá svaf Oliver 90% af flugtímanum 😉 vaknaði við það að ég var að vesenast við að standa upp og fara út úr vélinni. Mér finnst samt endalaust fyndið að rétt áður en við Oliver fórum í lestina út á flugvöll rakst ég á stelpu sem var að vinna með mér í AllraBest. Hef ekki séð skvísuna í MÖRG ár og rekst svo á hana í Köben af öllum stöðum 🙂
Við vorum ekkert alltof dugleg með myndavélina en tókum samt slatta af myndum sem eiga eftir að komast inn í tölvuna 😉