Jæja, á morgun, á 6 mánaða afmælinu, ætlum við að flytja dótið hans Olivers inn í herbergið hans 🙂 Veit samt ekki alveg hvort að rúmið hans fer yfir strax… kemur í ljós 🙂
Við (lesist: Leifur) vorum að klára að líma stjörnurnar í loftið 🙂 Við hjálpuðumst reyndar að áður að setja myndirnar á vegginn, m.a.s. Oliver hjálpaði til *haha*
Hjálpa mömmu að laga myndina á veggnum, verður að vera rétt gert sko!
Svona fínir kallar á veggnum 🙂
Situr einn inni í herbergi 🙂 stóri strákurinn okkar
Loftið í herberginu 🙂
Auðvitað raðað upp rétt, stjörnumerkin okkar og t.d. Karlsvagninn, Pólstjarnan og svo frv.
Vá hvað herbergið er að að verða flott og loftið dugnaðurinn í ykkur. Oliver flottur í nýja herberginu sínu.
Á ekki að gefa Oliver stjörnukíki í jólagjöf ??? Þetta er mjög flott. Sé þarna líka Orion.
Hvað er þetta í loftinu hjá barninu, gömul hetta ? Tí, hí. Það er eins gott að það eru ekki býflugur og blóm á veggjunum. Byrjað að kenna barninu allt frá upphafi, lesa bækur, kenna um stjörnurnar og ……
Bara varð að stríða smá. Flott hjá ykkur
Inga: hmm ég efast um að Leifur myndi sætta sig við einhvern kíki “út úr búð” hérna á klakanum *Hahah*
hehe góð Setta;)
en það er svona að eiga pabba með skrítin áhugamál… ætli Leifur hefði ekki valið skriðdreka og þannig dót ef hann hefði fengið að velja myndirnar á veggina *haha*
Vá hvað herbergið er orðið flott ! Hlakka til að koma og sjá, líka gaman að sjá gamla góða Mikka á veggjunum 🙂
Vá svakalega flott herbergi…. og þið dugleg að nenna þessu stjörnudæmi…
En samt flott , vonandi að Olla litla líki þetta vel 🙂