Ok, ég hef oft séð og hugsað út í það hversu mikið börn eru notuð til þess að véla foreldrana í að kaupa eitthvað, sbr skyndibitastaðir og leikfangaverslanir. Yfirleitt hafa verið börnin verið komin með vit til þess að segja almennilega hvað þau “vilja” eða vilja ekki. Núna síðustu vikur er búið að hafa samband við mig oftar en einusinni með markaðsherferð í huga í gegnum OLIVER! meina halló barnið er rétt tæplega 6 mánaða!!!
Mjólkursamsalan sendi okkur Leifi bækling þar sem var verið að kynna fyrir okkur mjólk fyrir börn eldri en 6 mánaða, svokallaða stoðmjólk. Þessi mjólk er eflaust stórsniðug og henntar eflaust mjög vel börnum sem eru ekki með mjólkuróþol. Ég allavegana mun seint kaupa þessa mjólk fyrir Oliver, hefði sennilegast gert það ef þessar aðstæður væru ekki fyrir hendi og líka þótt ég hefði ekki fengið þetta bréf. Mér finnst þetta samt asnalegt þótt ég hefði eflaust keypt þessa vöru 😉
Í gær fékk ég símtal frá einhverri konu (hún kynnti sig reyndar með nafni) sem var að reyna að selja mér barnabækur. Hún sagði mér reyndar að hún væri með lista yfir foreldra ungra barna og væri að hringja út eftir honum. Jújú það voru pottþétt fullt af sniðugum bókum í þessum pakka sem hún var að reyna að selja mér en ég bara þoli ekki svona markaðssetningu. Án gríns, barnið er ekki orðið 6 mánaða!!!! Ekki það að ég er mjög hlynt bókum fyrir börn – vil bara ekki svona söluherferð 🙂 Við Oliver erum m.a.s. oft að lesa saman, mjög gaman að lesa bókina um geiturnar 3 😀
Og ef þú ætlar að benda mér á rauða krossinn í símaskránni, don’t bother – hann virkar sjaldnast og skv já.is er svona rauður kross við öll 3 símanúmerin okkar.
hvaða rugl er þetta, ertu að segja mér að ég þurfi að fara að hafa áhyggjur af leiðinlegu símasölufólki bráðum??? shitt hvað mér líst ekkert á þetta! gæti ekki verið meira sammála þér, svona markaðssetning er bara hallærisleg!
Þetta lagast ekkert þegar hann verður aðeins eldri, mér finnst ég stanslaust vera að fá símtöl og bréf stíluð á soninn :-/ Verst fannst mér samt þegar ég fékk bréf frá Hreyfingu um að nú væri kominn tími á að fara að koma sér aftur í form eftir meðgönguna og fæðinguna!!!! Finnst það nú bara argasti dónaskapur, finnst líka eitthvað að því að einhver líkamsræktarstöð sem ég hef aldrei stigið fæti inní viti það að ég sé nýbúin að eignast barn…
Tanja: já því miður – eftir ár 😉 *haha*
Eva Mjöll: ég var búin að frétta af þessum Hreyfingar-bréfum, finnst þau alveg út í hróa hött!!! Eins og það eru margar sem eru með lágt egó í sambandi við líkamann á þessum tíma – tala nú ekki um þær sem hafa áður verið með móral út af vextinum. Ein úr bumbugrúbbunni sagði að ef þetta hefði verið almennilega orðað að þá hefði hún þegið boðið en hún væri mikið að spá í því að endursenda þeim bréfið 🙂
Ef þetta á eftir að versna þá veit ég ekki hvernig ég á eftir að verða, og HI er ekki orðinn 2 ára!!!
heyr heyr og já þetta Hreyfingar bréf kom til mín fyrir um 4 árum eftir að ég átti Heiðmar Mána helber dónaskapur.
Thessi stodmjolk er ekkert snidug. Bara verid ad hafa peninga af foreldrum. Malid er ad mjolkurneysla dregur ‘ur upptoku likamans a jarni. Ef thu tokst t.d. jarn a medgongunni tha var ther orugglega sagt ad neyta ekki mjolkurvara i akv. tima fyrir og eftir neyslu. Stodmjolk er mjolk med aukajarni! Sem sagt vitlausasta adferdin til ad auka jarnmagn i blodi sem gaeti hugsast (fyrir utan ad fara ad borda stalror!).
Thetta byrjadi af thvi ad mjolkurthambandi islensk born voru lag i jarni (hmm….) og thad atti ad leysa malid med ad lata thau thamba meiri mjolk.
Madur verdur nu ad oska mjolkursamsolunni til hamingju fyrir ad i fyrsta lagi ad lata ser detta thetta i hug og i odru lagi ad komast upp med thetta.
Eg fekk lika thetta simtal vegna bokanna (eftir barn nr.1) og sagt bara pent nei takk.
‘Eg fekk lika bref fra Hreyfingu (eda amk fra einhverri likamsraektarstod) um ad koma ser i form eftir faedingu (e. barn nr. 2). Eg hafdi reyndar alveg hug a ad hreyfa mig a thessum tima en thetta hentadi ekki. Eg held ad timinn hafi ekki hentad mer eda eg ekki tymt ad borga rosapening fyrir likamsraekt. Man ekki i bili. En nokkrar ur mommuklubbnum foru a thetta namskeid.
p.s. er Oliver med mjolkurothol? Eg var bara ad paela af thvi hann er a thurmjolk og hun er gerd ur kuamjolk. Notardu tha einhverja spes mjolk?
já hann virðist ekki þola kúamjólkur þurrmjólk og er á soya útgáfu. Ég allavegana þori ekki að gefa honum kúamjólk – reyndar mjög margir búnir að vera að hræða mig undanfarið með setningum á borð við “rannsóknir sýna að soyamjólk fyrstu árin geta valdið ófrjósemi, ótímanbærum kynþroska ofl…” hinsvegar getur enginn sýnt mér þessar rannsóknir….
Keypti stundum þessa stoðmjólk fyrir ungann fyrst eftir að hann fór að fá mjólk þegar hann byrjaði á leikskólanum, hún eyðilagðist alltaf, er í svo óhentugum umbúðum að það er ekki fyndið, skil bara engan veginn þessa mjólk :-/ Honum fannst nýmjólkin miklu betri svo við höfum haldið okkur við hana
Dagný mín hann Heiðmar Máni er með mjólkuróþol líka og notar eingöngu soyamjólkurvörur og hann er bara hraustur duglegur strákur. Ég hef aldrei heyrt um þetta né séð svona rannsóknir. Ég ef að honum Oliver verði meint af þeim annars mundi ég ekki gefa Heiðmari Mána þetta.
Hafrún: eins og ég sagði að þá hefur enginn getað sýnt mér þessar rannsóknir þannig að ég kippi mér ekki mikið upp við þetta – samt ótrúlegt hvað fólk þarf alltaf að vera að skipta sér af!!! ef það er ekki brjóstagjöfin þá er það þetta 🙂
Barnalæknirinn sem við hittum þegar Oliver var 6vikna vildi frekar að hann fengi soya mjólk heldur en að það yrði skrifað upp á lyfjaskírteini fyrir Nutramigen þurrmjólkina vegna þess að Nutramigen væri svo mikið unnin að það væru æskilegri bætiefni og svo frv í Soya mjólkinni 🙂