það er víst alveg á kristal tæru að veturinn kom á laugardaginn alveg eins og dagatalið sagði til um… þvílíka veðrið úti *hrollur*
Annars er allt gott að frétta héðan úr H14 🙂 Við erum búin að vera að dunda okkur við að mála herbergið hans Olivers 🙂 verður spennandi að sjá hvort stubburinn á eftir að sætta sig við að sofa þar en ekki inni hjá okkur þegar herb. er tilbúið. Reyndar þá er það svo gott sem tilbúið, þurfum að laga samskeitin í loftinu, líma stjörnurnar í loftið og myndirnar á veggina.
Þá er allt reddí svo að hann geti flutt inn 😉
Við fórum líka aðeins í að laga geymsluna okkar um helgina, erum að setja upp nýjar hillur því að þær sem voru fyrir eru svo fáránlega mjóar að þær bera ekkert… erum ca 1/2 með verkið, þegar geymslan verður svo til þá verður loksins hægt að minnka á kassadraslinu inni í skrifstofuherberginu 🙂
Hendin mín er öll að koma til, ég er bara með þetta sár á þumlinum og uppskar smá sinaskeiðabólgu á þessu veseni… þetta redddddddaaaaaast allt saman 🙂
Það styttist í ferðalagið okkar og ég er farin að hlakka ferlega mikið til 🙂 reyndar er víst einhver ráðstefna sem Leifur þarf kannski að fara á að trufla endann á ferðinni en það kemur bara í ljós 🙂
jæja ég ætla að fara að gera eitthvað meira af viti en hanga hér…
hihi farðu vel með hendina og Oliver verður örugglega alsæll með herbergið.