ég gafst upp í gær og reif allar umbúðirnar af mér… var orðin frekar pirruð á þeim og líka fann það að ég gat vel hreyft vísifingur og löngutöng 🙂 tók umbúðirnar af þeim í gærmorgun og svo af þumlinum í gærkvöldi. Mér er nú ekki alveg sama um þetta sár á þumlinum, ætla að fylgjast aðeins betur með því og sjá hvernig það þróast. Var bara með smá grisju yfir sárinu í nótt, aðeins að láta loft leika um sárið. Var líka orðin verulega soðin undan þessum umbúðum.
Sé það samt betur og betur hversu fáránlega heppin ég var að mölva ekki fingurna. Ég er ofsalega fallega blá yfir kjúkurnar 🙂 og jú ég er líka vel marin eftir sprauturnar þar sem læknirinn deyfði þumalinn…
þetta þýðir bara eitt.. ég get haldið áfram í leynisalinu *jeij*
Vona að sárið grói vel. Ef þetta verður slæmt áttu kannski rétt á smá bótum, allt í lagi að tjekka á þvi 😉
já ég á að hafa samband við verkstæðisformanninn þarna hjá Byko ef þetta verður eitthvað meira…
Annars þá er sárið búið að lokast – er nokkuð viss um að það hafi bara verið enn opið út af þessum umbúðum, þetta voru svona sterkir plástrar sem áttu að virka sem einhverskonar spelkur líka.
æj þetta reddast!
ég er bara fegin því að þetta fór ekki verr!!!
farðu nú samt vel með puttana skvís…Góða skemmtum með leynisalið.
En hvað ég kannast við þessa óþolinmæði, ekkert má þvinga. Gangi þér svo vel í batanum. Kær kveðja til litlu fjölskyldunnar.