jaaaa segja má að þessa dagana geri ég flest allt með Einari 🙂
Mér tókst í gær í þessu yndislega veðri, að klemma mig frekar illa á hægri hendi. Var í mínu mesta sakleysi á leiðinni inn í plötusögunina í timburverslun Byko í kóp þegar hurðin skellist aftur og ég er með puttana á milli. Reyndar var hún ekki galopin en samt nógu opin til þess að þetta væri ágætis högg. Er sem betur fer óbrotin (hef amk ekki enn fengið símtal frá slysó með leiðréttingu á því) en er með 3 fingur í nokkurskonar spelkum. Læknirinn sem ég hitti á slysó var víst með grun um að ég væri brotin alveg við naglbeðið á þumalfingri því að ég var svo aum þar en röntgenmyndirnar sýndu annað 🙂 annars þá væri víst ekkert gert annað en að setja mig á sýklalyf og láta mig vera lengur með spelkurnar.
So far hefur dagurinn gengið frekar vel… ég gat skipt á Oliver og klætt hann í fötin sín alveg sjálf 😛 en kl er ekki orðin 12 þannig að allt getur breyst 😉 Leifur þarf allavegana að klára sundnámskeiðið einn með Oliver á meðan ég bíð á bakkanum.
þú ert nú meiri klaufinn – en gott að þú ert ekki brotin og að þú hefur getað séð um Olla krútt. Láttu fara vel með þig og segðu Leifi frá mér að núna verður hann sko að snúast í kringum þig 😉
Ertu ekki búin að kæra Byko og fá fullt fullt af skrilljónum??
æj ég nenni ekki að standa í veseni – hinsvegar ef ég væri ameríkani… 🙂