loksins, loksins!
Við erum semsagt komin með ljós í stofuna og hægt að pakka niður aðventuljósinu í nokkrar vikur og hætta að nota það sem lampa 😛
Erum líka búin að kaupa borðstofuljós en eigum bara eftir að setja það upp 🙂 hinsvegar eru veggljósin komin upp og loftljósið nær glugganum, allt annað líf!
Annars þá er allt hið besta að frétta héðan úr H14. Leifur er alkominn í borgina og þ.a.l. hættur á Kárahnjúkum (amk í bili) og farinn að vinna á skrifstofunni 🙂 ekki amalegt að fá kallinn heim eftir vinnu 🙂
Ég fór líka á fund á Heilsugæslunni um daginn og komum við okkur saman um það að ég myndi byrja að vinna 50% frá og með 3 des, aðeins að venja mig við *hahaha* fer svo í 100% í janúar. Mamma ætlar að sjá um strákinn fyrir okkur þannig að það er alger lúxus. Næsta skref er bara að sækja um á leikskóla fyrir stubbinn 🙂
Vá er ekki næs að vera öll saman aftur. Hehe pakka niður aðventuljósinu. hehe.
ó jú, það er bara næs 🙂
já – allir ljósgjafar nýttir hérna áður en loftljósin voru tengd 😉