Mamma sagði mér frá því um daginn að það væri “loksins” búið að slátra öllum kindunum hans afa… ok, ekki nema um 2 og 1/2 ári eftir að hann dó, 3 árum frá því að hann veiktist.
Mér finnst það ferlega skrítin tilhugsun að Oliver eigi ekki eftir að fá að kynnast því að fara í fjárhúsin hans Olla afa… ekki það að þau eiga sennilegast eftir að standa uppi í einhvern tíma en þau verða samt ekki fjárhús… Systkinin tóku sig nefnilega til og gáfu húsin í minningu afa og ömmu til skógræktarinnar (minnir mig). Sniðugt hjá þeim.
Uppáhalds myndin mín af afa og mér er einmitt tekin í landinu þar sem fjárhúsin standa… Afi að hjálpa mér að halda á lambi. Ég gaf afa þessa mynd stækkaða í afmælis eða jólagjöf fyrir nokkrum árum… eftir að hann dó þá fékk ég hana aftur og hún stendur hérna í hillu inni í stofu.
Ég var nú ekki sú duglegasta í tengslum við smölun eða réttir 😉 það er samt alltaf þannig að þegar maður er alin upp við að eitthvað eða einhver sé til staðar þá vill maður að það eða sá sé alltaf til staðar… maður er svo eigingjarn.
Það er nokkuð víst að ég á eftir að sakna fjárhúsanna og kindanna hans afa…
En góðar minningar eru svo mikils virði og þú átt greinilega góðar minningar um afa þinn og fjárhúsin.