það er alveg ótrúlegt hverju maður kemst að með því að spjalla örlítið við nágrannana 🙂
Ég fékk að vita það á húsfundinum um daginn að íbúðin fyrir neðan okkur stæði auð, einhver (ég skrifa einhver hérna þótt ég viti nafnið á kauða) forríkur kauði á þessa íbúð og spurningin er eiginlega ætli hann viti af því að hann eigi hana? hehe reyndar veit hann það jú – staðfestingin fékkst þegar ég var að spjalla við einn nágrannann í dag. Hún sagði mér eftir pari sem leigir hérna í stigaganginum að þau höfðu haft samband við þennann mann með það í huga að gera tilboð í íbúðina… þau fengu þau svör að íbúðin væri ekki föl þar sem hann væri að spá í að halda í hana afþví að hún væri svo vel staðsett. Aðal ástæðan var samt sú að þessi íbúð myndi hennta dóttur hans svo vel þegar að því kæmi að hún færi í menntó og frekara framhaldsnám.. væri voðalega henntugt að hún gæti verið alveg út af fyrir sig… *hömm* ok 🙂 nema að þessi dóttir er víst enn á leikskólaaldri…
jájá það er aldeilis.. eruð þið ekkert farin að leita að íbúð fyrir oliver? 😉
Hahaha…steikt ! 🙂
hahahaha – góður.
Iðunn: neee veistu pælingin í augnablikinu er að selja þessa íbúð ekkert þannig að Oliver geti verið hérna (svo miðsvæðis) þegar hann fer í menntó *hahahaha* svo kæmi sér líka einstaklega vel að þau gætu verið með stærra húsnæði sameiginlega fyrir partýhald, svo framarlega sem þeim kæmi saman – það er ekki svo mikill aldursmunur á milli þeirra 😉
Sigurborg & Ása: you think?
hehe ertu ekki að grínast???
Í mínum stigagangi standa tvær íbúðir nánast tómar. Eigendurnir búa í útlöndum og nota íbúðirnar svona 1 mánuð á ári .. fínasti sumarbústaður í vesturbænum!