… orðin svo langþreytt á þessari Kárahnjúkadvöl hans Leifs… það er búið að gefa út lokadagsetningu en einhvernvegin þá hef ég ekki þorað að halda henni á lofti því að ég geri allt eins ráð fyrir því að þetta muni allt breytast og hann þurfi að fara í bara “eitt úthald enn“. Ég vona samt heitt og innilega að ég hafi rangt fyrir mér.
… ótrúlega ánægð með íbúðina okkar, þótt það sé ekki alveg allt komið, enda enn eitthvað af dóti bæði í Álfheimunum og á Framnesveginum sem við eigum eftir að flytja yfir (þó aðalega smádót og einhverjar bækur). Það er samt allt að smella saman hérna hjá okkur og áður en ég veit af þá verður Oliver kominn í sitt herbergi 🙂
… endalaust þreytt eitthvað þessa dagana og læt lítið fyrir mér fara. Oliver er ekki heldur alveg sá hressasti og mig grunar að þar eigi tannálfurinn einhvern þátt, kemur í ljós kemur í ljós. nei, Oliver er ekki að verða stóri bróðir 😉
… farin að hlakka endalaust til litla ferðalagsins okkar í lok nóv, held einhvernvegin að það sé akkúrat sem við þurfum á að halda litla familían.
hehe rassálfur var myndin til hliðar og tannálfurinn í blogginu hehe … Álfagleði er þetta. Vonandi fer Leifur að skila sér almennilega heim. Já það er gott að komast aðeins út í smá ferðalag. Og enn betra þegar íbúðin er komin í stand og manni er farið að líða eins og heima hjá sér.
Æj en hvað ég skil þig, leiðinlegt að ég geti ekki hjálpað þér eitthvað með Oliver :o/ En það verður yndislegt fyrir ykkur að komast til Danmerkur og njóta þess að verra þrjú saman 🙂
Hafrún Ásta: fyndin tilviljun með myndina 😉
Sigurborg: úff ég fer nú ekki fram á mikla hjálp frá klásusstúdínu það bara gengur ekki upp 😉 plata þig/ykkur Robba etv til þess að sitja hérna hjá Oliver eitthvert kvöldið ef okkur dettur í hug að kíkja í bíó eða e-ð 😉 En ég get varla beðið eftir því að komast í frí og vera ein með strákunum mínum, þótt við verðum auðvitað ekki ein 😉
nau hvað ertu að segja, ætliði til danaveldis öll þrjú? en gaman.. hvenær verður það? 🙂
Já jiii endilega, þið þurfið nú að komast líka smá tvö ein eitthvað 🙂