Ég ætla loksins að láta verða af því að taka þátt í einhverju öðru en umræðum í Allt í Kross netsaumónum mínum 🙂
Öðru hverju er leikur í gangi sem kallast leynisal – sal er skammstöfun fyrir stitch a long – semsagt þá er að fara í gang svokallaður jóla leynisal leikur 🙂 Linda klúbbmamman heldur utan um þetta, hún segjir okkur hvað myndin er stór og hvaða DMC þræði við þufum að eiga fyrir myndina. Þegar leikurinn byrjar svo þá sendir hún okkur í tölvupósti hluta úr mynd sem maður á svo að sauma eftir – eða í rauninni þá sendir hún okkur 1 lit í einu.
Mér skilst að þessi mynd sem Linda valdi núna sé fullsaumuð 139×171 spor – verður dálítið spennandi að sjá hvað kemur út 🙂
Sú sem klárar fyrst (það er ekki skilyrði að sauma allt strax og sendingin kemur frá henni, en það er eflaust skemmtilegra því þá kemst maður fyrr að því af hverju myndin er!!) vinnur svo leikinn og fær að launum smá aur sem við hinar leggjum í púkk í upphafi 🙂
Annars þá eru þessar stelpur ekkert smá duglegar, myndafjöldinn sem þær hafa sent inn í umræðurnar af hlutum sem þær hafa verið að klára er rosalegur og mjög margt fallegt hjá þeim. Þær hafa líka farið reglulega í sumarbústaðarferðir þar sem nálarnar og javinn eru aðal farangurinn 🙂 fyrir utan alla hittingana sem þær hafa verið með. Ég er bara búin að vera svoddan gúnga að ég hef ekki látið sjá mig enþá 😉 en það kemur að því, Hafrún Ásta sér reglulega um að pota í mig til að reyna að fá mig til þess að mæta 🙂
Ég er reyndar búin að vera ferlega ódugleg að sauma undanfarið – tengist jú því að ég hef haft meira en nóg annað að gera og enn er hellingur eftir… Ég er búin að sauma mynd handa Sóleyju Svönu á bara eftir að finna ramma, á reyndar líka eftir að finna ramma utan um myndina hans Olivers.
Spurning um að koma sér af stað og sauma eitthvað af Mill Hill jólamyndunum sem ég á á lager 😉
Ég er sammála Hafrúnu. Þú verður endilega að fara að mæta í hitting. Það er svo gaman að hitta aðra með sama áhugamál. Og sumarbústaðaferðirnar eru algjör snilld.
sammála síðasta ræðumanni en æði að þú verður með í jóla leynisalinu. Svo er bara að fara að mæta á hitting ég held áfram að pota í þig… Held ég bjóði ykkur heima fljótlega.
Ég er svo ánægð að þú ætlir að vera með í jóla SAL-inu 🙂 Þetta hefur alltaf verið ótrúlega gaman, og vel heppnað! Og það er sko hellingur búin að skrá sig núna svo að vinningspotturinn verður örugglega nokkuð feitur 😉
Og þú getur “hitað upp” fyrir hitting með því að kíkja á t.d. mig eina kvöldstund. Bara rólegt og kósí og ég get sýnt þér *hóst*saumalagerinn*hóst* minn 😉
takk fyrir þetta stelpur, aldrei að vita – verst að maður er grasekkja út mánuðinn þannig að ég þarf að reiða mig á það að fá pössun fyrir stubbinn minn…
Ég á eftir að mæta – einn daginn sko!!!