jæja þá erum við búin að eiga heima í H14 alveg alla helgina 🙂 og ég orðin grasekkja kárahnjúkakjánans á ný 🙂 Verð að viðurkenna að það var ferlega skrítið að fara heim í morgun eftir að hafa skutlað Leifi á flugvöllinn og við bara 2, ég og Oliver… og ég get varla gert mér grein fyrir því hvernig það verður í nótt…
Annars fólk hefur verið að spyrja hvort ég muni hvað mig dreymdi fyrstu nóttina og ég verð að viðurkenna að ég man ekki boffs, veit ekki til þess að Leifur muni hvað hann dreymdi…. hinsvegar þá fór Oliver mun seinna að sofa en venjulega og svaf alveg til 9:20 eða þar til við vöktum hann… dásamlegt alveg hreint!
Ég er búin að skófla flestum kössunum inn á skrifstofu og verkfærunum inn í Olivers herbergi (svona þar sem það er enn vinnusvæði) þannig að það er bara nokkuð sæmilega útlítandi í hinum herbergjunum *Haha* enn auðvitað allt í rúst á skrifstofunni (a) en ég held samt að það sé auðveldara að taka einn kassa fram í einu til þess að ganga frá heldur en að hafa kassa út um ALLT og enginn veit hvar þeir eiga “heima” enda alltof mikið dót út um allt til þess að hafa vinnusvæði 😉
Annars var helgin furðu vel nýtt… okkur tókst m.a. að flytja hellings helling af dóti, Leifur tók þátt í steggjun Jökuls og ég í gæsun Ingu Láru, ganga frá úr slatta af kössum, fara í mat til tengdó og okkur tókst líka að slappa pínu af í íbúðinni…
Til hamingju med nyju ibudina.
Thad er eitt sem eg hef verid ad velta fyrir mer. Er nafnid hans Olivers borid fram eins og thad er skrifad eda hinsegin (get ekki skrifad med islenskum stofum, vonandi skilurdu hvad eg meina)?
takk takk 🙂
já, það er borið fram eins og það er skrifað ss með O-i og I-i en ekki Ó eða Í 🙂
Ok, gott að vita 🙂
Til hamingju með að vera flutt esskur 🙂