Ég er í spennufalli eftir ómunina…
Ég fór semsagt í ómunina áðan, eins og allir voru búnir að segja mér þá var þetta auðvitað ekkert vafa mál og allt eins og það á að vera… eða svona því sem næst 😀
Það var þarna smá blaðra með vökva í sem er að öllum líkindum tengd fyrstu aðgerðinni, ss bólgublaðra með vökva. Við ákváðum að þar sem hún sást líka í síðustu ómun og þar síðustu að þá skildi hún tæmd og vökvinn sendur í ræktun, ég fæ svo niðurstöður úr ræktuninni á fimmtudaginn.
Semsagt ég hefði átt að mála skrattann ljós gráann eða bleikann en ekki svartann 😉 Þótt hitt hafi nú verið fullkomnlega eðlilegt.
…gott að allt fór “að óskum”
*fjúkk*
Æi gott að heyra 😉 Svo gott þegar svona kemur betur út en maður átti von á… svo mikill léttir…
Hæ hæ Dagný Ásta!
takk fyrir kveðjuna á blogginu mínu! Jú jú bara flutt heim og alles. Til hamingju með frumburðinn! Þú kannski sendir mér lykilorðið til að ég fái að kíkja á myndir! 🙂
kveðja,
Helen
Æðislegar fréttir svo er bara að krossa putta fyrir ræktunina líka… Þú ert að standa þig svo vel…