Mig langar bara að þakka ykkur sem skilduð eftir spor við síðustu færslu og senduð mér e-mail eða annars konar skilaboð.
Ég er ekki búin að jafna mig á þessu ég veit það – ég er ósátt og þar við situr. Það virðast alltaf vera einstaklingar úti í þjóðfélaginu sem þurfa að setja út á allt og alla… það er bara staðreynd því miður.
Í mínu tilfelli er ég etv að taka meira inná mig heldur en ég ætti að gera þar sem þetta er enn allt svo opið hjá mér. Finnst sumir í rauninni vera að hella smá salti í skurðina hjá mér. Það er etv ástæðan fyrir því að ég hef haldið mig við aðeins lítinn hóp af einstaklingum í sumar og það er allt fólk sem ég treysti, fólk sem þekkir mína sögu og hefur fengið að heyra hvernig málin hafa þróast og svo framvegis.
Ég er kvíðin fyrir ómuninni og tek á því með mínum hætti, fólk verður að virða það að ég kýs oftar en ekki að vera í minni hópum heldur en stærri, þá sérstaklega þegar svona stendur á.
Það er ekki hægt að skilja eftir skilaboð við þessa færslu og mig langar að biðja þig/ykkur að skrifa ekki við aðrar færslur athugasemdir tengda þessari færslu.