ég veit ekki hvort það er ég eða hvað en mér finnst ég vera að sjá endalaust af sjónvarpsumfjöllunum, blaðagreinum og viðtölum almennt um gildi brjóstagjafar… ég get svo svarið það mér finnst þetta vera allstaðar!!!! Það liggur stundum við að ég hreinlega hætti að skoða blöðin því mér finnst ég sjá svona “fréttir” í hverri viku! í sjónvarpinu um daginn var m.a. sýnd frétt þar sem fáránlega margar konur komu saman í einhverri íþróttahöll úti í heimi og voru allar að gefa brjóst saman… hvað með það jú sko ein kellan talaði um það að ekki væri hún einungis að gefa barninu sínu næringu heldur einnig ást og umhyggju… er ég ss ekki að gefa Oliver ást og umhyggju þótt ég hafi kosið að hugsa meira um sálartetrið mitt og að vera ekki með yfirvofandi endalaust vesen í kringum veikabrjóstið? (sem btw ég fer í enn eina ómskoðunina út af í næstu viku, krossa fingur fyrir mig á þri takk 😉 )
æj, ég veit, ég er eitthvað viðkvæm gagnvart þessu – samt finnst mér nákvæmlega ekkert að því að fylgjast t.d. með Lilju vinkonu gefa Sóleyju Svönu, truflar mig nákvæmlega ekki neitt! ég samgleðst henni ef eitthvað er að brjóstagjöfin skuli ganga vel hjá henni og ég vona heitt og innilega að Ólöf frænka eigi eftir að fá að njóta þessa tíma án vandræða eða amk með sem minnstu vandræðum. Ég allavegna óska engum þess að ganga í gegnum þetta kjaftæði.
Það hefur auðvitað ekki hjálpað mér að heyra mis skilda ættingja mína segja mér það að þeirra börn/barnabörn hafi sko aldrei fengið pela! og sumhver aldrei notað snuð (veit nú ekki alveg hversu gott það er).
Æj blöh, ég er eitthvað blú út af þessu akkúrat núna, veit að ég á ekki að vera það en ég er það nú barasta samt. Samt fyndin tímasetning þar sem ég er að byrja að gefa Oliver að smakka grauta 😉
Annars þá fékk ég aðra ástæðu fyrir þessari pælingu áðan, var að hlusta á útvarpið og þar hljómaði auglýsing frá einum bankanum sem er að reyna að lokka einhvern námsmanninn í viðskipti til sín. Það var verið að telja upp hinar ýmsu þjónustur sem þessi tiltekna námsmannafríðindalína bauð upp á og ég gat ekki betur heyrt en að sá sem las auglýsinguna væri að segja að ein þjónustan væri LÍKÞJÓNUSTA! eftir að hafa endurtekið þetta svona 10x í hausnum á mér er ég samt nokkuð viss um að þetta hafi átt að vera LÍNþjónusta – eða ég vona það allavegana… ég er allavegana ekki komin í líkþjónustupælingar enþá 😉
Sko í fyrsta lagi þá tekur maður frekar eftir umfjöllun um það sem varðar mann mest í það skipti svo ekkert skrítið að þú hafir tekið eftir þessu en ekki ég 😉
í öðru lagi þá er bara alveg fullt af börnum sem fá pela sum án þess að fá nokkurntíma brjóstagjöf án þess að fara á mis við ást og umhyggju frá foreldrum 😉
og í þriðja lagi eru ekki allir bankar með “LÍKÞJÓNUSTU” ?
Bestu Kveðjur og gangi ykkur vel 🙂
æj ég veit það elsku frænka, ég held að þessar tilfinningar séu að ná að koma sér upp á yfirborðið hjá mér núna vegna kvíða fyrir ómuninni á þriðjudaginn – ég fékk nefnilega svo asnalega setningu frá einum lækninum mínum sem ég er ekkert að ná að skilja og etv er ég bara að mála skrattann á vegginn en “athuga hvort það hafi eitthvað verið undirliggjandi sem ýtti undir þetta” er ekkert góð setning… Ég reyndar veit að ég er ekki sú eina sem hef tekið eftir þessu með fréttirnar í sumar…
Ég veit það nú bara fyrir víst að það eru nokkrir einstaklingar í kringum mig sem fengu brjóst í álíka langan tíma og Oliver og það er nákvæmlega EKKERT að hjá þeim í tengslum við ást og umhyggju 😉 þetta var bara svo innilega asnalega sagt hjá þessari stelpuskjátu í sjónvarpinu…
elsku besta, þú veitir oliver ekkert minni ást og umhyggju heldur en annars. jafnvel bara meiri því þú þarft ekki að vera að vesenast með fleiri sýkingar (vonandi). krossaputta
Sæl frænka
Sammála Helgu ég er viss um að þú tekur eftir þessum fréttum en ekki ég af því ég er ekki í þessum brjóstagjafamálum enda börnin komin yfir tvítugt. Ég er samt ennþá með hnút í öðru brjóstinu sem er búinn að vera í mörg ár og finn stundum óþægindi í honum sérstaklega þegar kalt er úti enda eigum við konur víst að passa brjóstin fyrir kulda. Vegna reynslu í Krabbameinshúsinu á sínum tíma er ég ekki mjög dugleg að fara í eftirlit og hefði átt t.d. að fara fyrir nokkrum árum síðast : )
Ég er sannfærð um það að Olli frændi fær mikið hnuðl og knús og ást frá ykkur og öfum og ömmum og öllum í kring um sig. Ekki hafa áhyggjur af því en ég skil það svo sem að hugsunin fari ekki þó þú fáir allskonar ráðleggingar.
Ég er búin að merkja þriðjud. inn á dagatalið mitt svo ég hafi þig ofarlega í huga þann dag og vonum það besta. Það var sagt við mig í vikunni að allt slæmt/óþægilegt sem við göngum í gegum í lífinu hefur alltaf einhverja ljósar hliðar. Við þurfum bara að vera opin og finna þær þetta getur verið reynsla sem maður þarf seinna þarf að hjálpa einhverjum öðrum í gegnum því það sem gerist einu sinni gerist aftur. Vertu jákvæð og óhrædd og þetta fer vel, ég trúi ekki öðru.
Gaman að sjá hvað íbúðin ykkar gengur vel og svo flytjið þið inn í næstu viku og pabbi og mamma breiða úr sér á Framnesveginum ha,ha.
Gangi ykkur vel.
Vá, þetta er eins og ég sé að blogga en ekki þú. Fyrirgefðu frekjuna á plássinu ég hefði sennilega átt að hringja í þig en þú veist ég geri svo mikið af því……
Iðunn; það er nú alveg á tæru að barnið fer ekkert á mis við þetta, mér fannst þetta bara svo innilega asnalega sagt af þessari kellu 😉 Ég veit það líka að hann gefur jafnöldrum sínum ekkert eftir 🙂 OG hann er auðvitað ekki sá eini í heiminum sem er á þurrmjólk. Ég er ekkert vond mamma, ég gæti reyndar alveg trúað því að ég myndi fila mig þannig ef ég hefði þrjóskast lengur við og haldið áfram að hafa hann á brjósti og vera titrandi tímasprengja af svefleysi og öðru álagi tengt þessu.
Setta: heh já þetta er ágætis fyrirlestur hjá þér en ágætt að fá svona spark í rassinn 😉
Sæl frænka
Ég get nú alveg tekið undir þetta hjá Helgu og Settu. Ég man svo sem eftir þessu íþróttahúsakjaftæði enn annað ekki. Steinunn frænka þín er eitt þeirra barna sem ekki fékk brjóstamjólk og ég sé ekki að hún hafi haft það slæmt. Ég elska hana jafn mikið fyrir vikið. Þetta hefur ekki skemmt hana en gaf fleirum tækifæri til að hnuðlast með hana og sýna henni ást og umhyggju.
Ekki mála skrattan á veggin eins og þú orðar það. Við mægður ætlum ekki að krossa fyngur fyrir þér við ætlum að leggja saman lófana og biðja þann sem öllu ræður að taka þetta frá þér. En eins og sista sagði þá er reynsla þín ekki fyrir þig heldur aðra sem þú átt eftir að hjálpa. 😉
Horfðu til himins og sjáðu hvað þú átt sæta stráka sem þú getur gefið alla þína ást og alla þína umhyggju. Oliver fer ekki á mis við neitt og þú ert frábær mamma. Láttu hugsanir þínar ekki segja þér neitt annað. Hlakka til að kíkja á ykkur í H14.
Gangi þér vel
Knús … Ég skil samviksubitið… En þurrmjólkin getur ekki verið slæm því börn sem eru of veik til að drekka úr brjósti (það þarf smá sog sko) fá hana og þau braggast svo vel … Veit ekki hvort þetta skilst rétt… En það að þú tókst ákvörðun um að þér liði betur til að geta sinnt honum eins og hann þarf er frábær Knús aftur …
Takk Ásta Lóa & Hafrún Ásta (vá eintómar Ástur hérna)
Hafrún Ásta: ekki hafa áhyggjur, ég skil vel hvað þú ert að segja 😉
hjúkk hehe…
Hæ, mig langaði bara að skilja eftir mig spor því ég á eina litla sem er nokkrum dögum eldri en þinn, ef ég hef lesið mér rétt til hér á síðunni.
Ég held að þú sért ekki að verða vitlaus 😉
Ég á eldra barn (7 ára) sem ég gat ekki haft mikið á brjósti, það fékk reyndar alltaf smá kvöld/huggunarsopa til 3 mánaða en annars bara þurrmjólk. Það var aldrei nein pressa á mér þá og allir sem ég hitti voru mjög skilningsríkir og kipptu sér ekkert upp við þurrmjólkina.
En núna aftur á móti er ég með lilluna eingöngu á brjósti og fann fyrir miklum þrýsting á að láta þetta ganga upp. Ég er alveg á hinum pólnum miðað við þig og mjólka ekki mikið og það tók mig alveg 6 vikur að ná upp almennilegri mjólk svo hún yrði sátt.
Mér finnst ég líka eins og þú, allstaðar vera að sjá greinar í blöðum, umræður á netinu, allir að spyrja hvernig brjóstagjöfin gangi o.s.frv… ég man ekki eftir neinu svona með síðasta barn.
Vertu glöð að komast út og geta leyft fleirum að njóta samverustunda með stráknum, svo ekki sé minnst á að pabbinn getur tekið mikið meiri þátt í öllu saman. Þetta er það sem ég sakna sárast við að hafa ekki pelann.
Eins og þú sérð hef ég reynsluna af báðu og get ég alveg sagt þér að eldra barnið fékk alls ekki minni ást og umhyggju, það kemur brjóstagjöfinni ekkert við!
Gangi þér vel í ómuninni 🙂
Lesandi: gaman að fá svona skilaboð, þakka þér kærlega fyrir og gangi þér vel með krílið þitt 🙂
Hún meinti ekki að ef þú gefur barninu ekki brjóst þá sértu ekki að gefa því ást og umhyggju, bara að hún sé að gefa barninu ást og umhyggju á sama tíma og hún er að gefa því brjóst. Hún hefði þess vegna verið að stunda ungbarnanudd og sagst vera að gefa barninu ást og umhyggju.
Reyndar þá myndast hormonið oxitocin í líkama móðurinnar við brjóstagjöf, öðru nafni ástarhormónið. Þessvegna heyrirðu alltaf konun dásama brjóstagjöfina og tengja hana við ást og umhyggju því það er það sem þær upplifa. Ég fattaði aldrei hvað var svona æðislegt við brjóstagjöfina fyrren þegar nr. 2 fæddist. Með nr. 1 þá var það bara stress og vesen (þeas ekkert oxítócin).
Annars eru þetta ósköp eðlilegar tilfinningar, sérstaklega í ljósi þess umhverfis sem þú býrð við (Ísland þeas). Fólk hérna er ekki að skipta sér svona af manni.
mig langar nú bara að taka það fram, Sonja, að brjóstagjöfin sem slík gekk aldrei illa hjá mér 🙂
Þessi frétt var bara sýnd á óhenntugu tímabili hjá mér og þ.a.l. tók ég þessu ekkert alltof vel og ég veit að ég er ekki sú eina í þeim pakkanum.