ég dró mömmu í ísskápaleiðangur áðan… sem er í sjálfusér aukaatriði 😉 nema að við fórum og kíktum inn í Smith & Norland og rétt áður en við þrjú stígum út úr bílnum þá rennur bíll í stæðið sem var við hliðin á okkur, ok ekkert mál nema að þegar gellan sem er á bílnum er að taka krakkann sinn út úr bílnum þá skellist bílhurðin frekar harkalega í bílinn hennar múttu – það harkalegt að það heyrðist góður dynkur – mamma fer út og kíkir hvort það sjáist e-ð á lakkinu og jafnframt til þess að tala við gelluna… jujú það kvarnaðist aðeins upp úr lakkinu og mamma bendir gellunni á það, svarið sem mamma fékk við þessu er alveg meðal topp 10 bestu svara sem ég hef heyrt
“já en þetta skiptir ekki máli, þú ert hvorteð er á gömlum bíl”
NB bíll foreldra minna telst nú ekki beint vera gamall… árgerð ’04 sem gerir hann hvað ? 3 ára… hundgamall bíll, amk að mati gellunnar sem keyrði um á nýlegum DÆLDUÐUM svörtum BMW með einkanúmeri (sem ég kannast við), sennilega alveg heilu ári til tveimur nýrri en bíll foreldranna…
Það góða við þennan bíltúr er jú að ég fann 1 stk ísskáp með frysti hjá Einar Farestveit og fékk góðan díl á honum 🙂 mjög sátt við þau heimilistæki sem við höfum spreðað í undanfarið 😀
Djöfulsins tíkurnar. Ég hefði sko hraunað yfir þær.
Á skírdag árið 2005 keyrði bíll fyrir mig á gatnamótum Grensásvegar/Miklubrautar. Ökumaður bílsins var ung stelpa – held ég bara 18/19 ára.
Þegar lögreglan tók skýrslu af okkur og spurði okkur um ökuskírteni þá sagðist hún ekki vera með það – Nú afhverju ekki spurði lögreglumaðurinn. – Afþví að ég var bara í fermingarveislu svarði hún !
Þá spurði lögreglumaðurinn hana um einhver skilríki en vegna þess að hún var bara í fermingarveislu þá var það algjör óþarfi að taka þau með sér sagði hún.
Svo lögreglumaðurinn sagðist þurfa að taka mynd af henni – hún var EKKI að skilja útaf hverju. Döööööööö !!
– Þessi var bara tóm –
Hvurslags dóni…. það er sama hvort bíllinn er gamall eða nýr, maður á bara ganga vel um og gæta sín……. þessi ætti nú bara kanna sinn gang…. ég hefði látið gera skírslu og látið hana vita hvað svona kostar ………………aaaarrg
sumt fók er heimskt – sumir heimskari en aðrir! væri gaman að vita hvað hún hefði sagt ef þið hefðuð verið á glænýjum bíl
Maggi Magg, já mamma segjir í dag að hún sjái eftir því að hafa ekki talað betur við gelluna, sérstaklega þar sem þetta var nú ekki eina góða setningin hjá henni, bara sú besta – hún kenndi barninu m.a. um skellinn, góða mamman þar á ferð.
LáraH, haha góð ástæða fyrir skilríkjaleysi.
Ásta Lóa, æj þótt það sé dýrt að láta sprauta hurðina upp á nýtt þá tekur því varla fyrir þetta þar sem þetta rétt sést… samt engin afsökun fyrir að láta hana komast upp með svona rugl.
Ása LBG, það væri fróðlegt, heyrðu þú veist líka hvaða einkanúmer þetta er! Þessi gella býr á Nesinu eða bjó þar allavegana og það á Eiðisgrandanum!!!
Ömurlegt. Þó það hefði lítið sést þá hefði ég látið laga þetta og hana borga, bara út af framkomunni hjá henni 😉