jæja þá erum við mæðginin komin heim… keyrðum alla leið í gær og vorum komin inn um dyrnar á Framnesveginum rétt fyrir kl 1 sem þýðir 12 klst ferðalag *óboj* reyndar alveg klukkutíma stopp á Akureyri hjá elsta Oliver fjölskyldunnar og hans familíu 🙂 verst að ég gleymdi að taka myndavélina með inn… það hefði verið gaman að eiga mynd af elsta og yngsta saman, reyndar er Oliver frændi eina barnabarnið því að Oliver og Oliver Helgi eru svo langafabörn afa 🙂 finnst það reyndar skrítið að afi skuli hafa verið orðinn langalangafi áður en Oliver minn fæddist…
Aníhú, helgin var alveg hin fínasta – það var frekar fámennt í vinnubúðunum, sem mér fannst dálítið sérstakt þar sem í síðustu 2 skipti sem ég hef heimsótt Kárahnjúkavinnusvæðið þá var slatti af fólki að vinna – allavegana þannig að þegar matur var að þá var allavegan 2/3 af matsalnum notað en ekki bara ¼ eins og núna 😉
Við Oliver semsagt keyrðum á Höfn á fimmtudaginn og gistum hjá Láru Maríu og co, héldum svo áfram á Kárahnjúka á föstudeginum og vorum lent þar rétt fyrir kl 6.
Ok þótt Leifur sé með stærra herbergi núna heldur en síðustu tvö sumur að þá var rétt svo pláss fyrir okkur 3 þarna inni *haha* enda fylgir svo mikill farangur svona litlum krílum… reyndar þá eru rúmmin líka frekar mjó þannig að við ákváðum að hreiðra um okkur á vindsæng á gólfinu.
Á föstudagskvöldið var bara rólegheitastemmari í gangi hjá okkur, Oliver sofnaði snemma og við ákváðum að kúra bara yfir dvd í tölvunni. Leifur þurfti auðvitað að sinna vinnunni á daginn en hinsvegar ákváðum við að skella okkur með starfsfólki VIJV í siglingu á Lagarfljóti um kvöldið 🙂 Oliver var sko ekki ósáttur við það ótrúlegt en satt, þrátt fyrir slatta læti um borð í “Orminum”, m.a. var trúbbi um borð sem söng hástöfum og spilaði undir á gítar – reyndar þá kvartaði Oliver bara þegar hann tók sér smá pásu þannig að strákurinn þorði ekki öðru en að halda áfram að syngja *hahah* Þetta var ágætt, líka fyndið að barstúlkan um borð var engin önnur en æskuvinkona Hafrúnar frænku 😉 heimurinn er svo lítill að það er yndislegt stundum!!
Við tókum lífinu bara með ró þarna uppfrá – Leifur að vinna og við Oliver að trufla hann svona öðru hverju 😉 hefði verið til í að fara meira um svæðið eins og ég hef gert síðustu tvö sumur til þess að sjá almennilega hvernig svæðið hefur breyst en það er víst ekki hægt með svona stubbalubb með sér 😉 Þótt hann hafi auðvitað leikið sér að því að bræða alla á svæðinu – mér skilst að það sé allavegana einn kk ósáttur við Leif eftir helgina þar sem það hringir víst all svakalega í konunni hans *úps*
Mánudagurinn fór sömuleiðis í letilíf okkar mæðginana auk þess sem ég reyndi að taka saman megnið af dótinu sem ekki þurfti að nota.
Það var þreytt mamma sem staulaðist hérna inn í gærkvöldi – Oliver var alger engill en auðvitað er þreytandi að keyra svona langt í einu.
Ég tók eitthvað af myndum – set þær á netið einhvern næstu daga 🙂
viðbót:
useless infó 😉
Við mæðginin keyrðum 1556,1 km um helgina 😉
Sæææl!
Mikið rosalega var gaman að þú hafir rekist inn á mína síðu. Til lukku með erfingjann :c) Ég vildi bara láta vita að ég man sko alveg eftir þér & mun taka áskoruninni við betra tækifæri. Hafðu það gott.
Dugnaðarforkur alveg eins og ég vissi 🙂 Gaman að vita að þetta gekk svona vel hjá ykkur
kv, HK
Til hamingju með daginn elsku Dagný Ásta, hafðu það gott og knús á línuna
Hæ Frænka
Ég ætlaði nú svona bara að minna á að ég vissi alveg hvaða dagur er í dag !!!
Einhver var á undan… enn TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN og vona sannarlega að þú eigir góðan dag þarna upp á fjalli (Kárahnjúkum)…. njóttu dagsins 🙂
kveðja Ásta Lóa og co
hey…. þekkiru aðra Evu Hlín 😛
Ég las kommentið alveg steinhissa og skildi ekkert í því af hverju ég mundi ekkert eftir því að hafa skrifað það hahahahaha
Til hamingju með afmælið skvís 😉
Til Lukku Með Daginn Kæra SaumaKlúbbsVinkona 🙂