Jæja þá erum við Oliver mætt á Kárahnjúka!
Lögðum af stað á fimmtudaginn og keyrðum þá til Láru Maríu frænku & co sem búa á bænum Tjörn sem er rétt hjá Höfn í Hornafirði. Héldum svo áfram eftir hádegið í gær og vorum mætt hingað upp eftir rétt um 6 í gærkvöldi. Ég veit að Oliver er meðfærilegur en vá – hann er alger draumur að ferðast með!!! ég var náttrúlega bara ein á ferð með hann og það var aldrei neitt vandamál!! enda svaf hann megnið af leiðinni *haha*
Annars þá er ferlega skrítið að koma hingað núna, það er ca ár síðan ég var hérna síðast og auðvitað ekkert lón til staðar þá en núna stíflurnar að mestu tilbúnar og ég m.a.s. búin að keyra yfir Desjárstíflu (önnur stíflan sem Leifur var að hafa eftirlit með í fyrra) og stóru stífluna. Það er svo margt búið að breytast en samt svo margt eins 🙂 Ég hef ekki enn getað séð lónið almennilega þar sem það var þoka þegar ég kom og enn þoka þegar við Oliver fórum út í morgun.
Allavegana það er voðalega gott að vera komin og vonandi á heimferðin eftir að ganga jafn vel og ferðin hingað 🙂 við erum ekki alveg búin að ákveða okkur en líklegt er að við förum bara hringinn 😉 sjáum til!!
Dugleg að ferðast svona langt með litla drenginn.
Hey til hamingju með vinninginn í Plúsnum.. sá auglýsinguna hér á blogginu þínu .. fyndið 🙂
haha, Inga það er alveg komið ár síðan ég vann þetta 🙂
þetta borgaði flugið til Parísar í sept í fyrra 😀 en takk samt *heheh*
Gott hjá þér að skella þér alla þessa leið með prinsinn, þú er aldeilis dugleg að gera þetta. En auðvita á Oliver allan heiðurinn að vera svona góður við mömmu sína að lúlla bara, því þá er mamman svo róleg yfir þessu. Gangi ykkur vel og við mægður biðjum að heilsa ljóshærða kappanum með gleraugun sem er í stuði fyrir suður verk ef þú hittir hann.
kv. úr stóragerðinu