í hvert sinn sem ég asnast til þess að skipta yfir á Skjá 1 á þeim tíma sem þessi “blessaði” sjónvarpsmarkaður er í gangi þá virðast þeir vera að auglýsa SÖMU vöruna, alltaf skal kallinn vera að tala um þessi 15þ króna handlóð sem eiga að bjarga heiminum frá offitu eða e-ð álíka…
ætli þeir selji ekkert annað en þessi handlóð ?
jú þeir selja inniskóna sem muna eftir þér og fæðubótarefnin þarna… “hver kannast ekki við aukakílóin…” fær ða hljóma oft í þessari auglýsingu…
En ég er oft búin að segja það og segi það enn að ef ég hitti þennan gaur sem erða kynna þetta þá á ég eftir að sparka í hann eða tæklann… ekkert smá böggandi gaur hehe
hihi ég dýrka sjónvarpsmarkaðinn – ég skil ekki hvernig ég lifi án þess að verlsa þar daglega ;o)
Ó jii minn eini ! Ég gat ÞÓ horft á sjónvarpsmarkaðinn en vörutorg…úfff. Og þetta frábæra Karl Weil pottasett og ekki má nú gleyma braukassanum sem er hægt að setja í kæli ! 😮 😉
Ég get verið mjög sammála þér með þetta, þeir eru alltaf að augýsa þessi handlóð… svo segir hann líka alltaf vövðar, fer alveg rosalega í pirrurnar mínar!
jeij ég er ekki ein 😉
en Ása comeon! sjónvarpsmarkaðurinn sálugi var margfallt betri en þetta ferlíki 🙂 ég mun þó ekki gerast svo gróf og Eva að sparka í kauða ef ég rekst á hann 😀
hehe já og svo er þetta sýnt tvisar á dag …úff…
Já og ég er svo sammála Tönju… það fer óskaplega í mig þegar hann segir vövðar haha :Þ
come on – sjáið þið ekki húmorinn í þessu – samt viðurkenni ég að kynnirinn er frekar pirrandi en haldið þið að hann sjálfur eigi þetta dót sem hann er að selja?
hann gæti mögulega átt eitthvað af þessu þar sem hann hefur eflaust fengið eitthvað upp í laun *hahaha*
æj mér finnst þetta eiginlega bara sorglegt 😀
Mikið er ég sammála ykkur stelpur þetta er BARA þreytandi gaur….. ef ég gæti myndi ég klippan af skjánum og láta auglysinguna rúlla eina sér , það yrði þá ekki þetta vövða tal í honum lengur… enn skildi einhver versla þarna … ,manni er nú bara spurn ég hef ekki heyrt um neinn sem verslar þarna……
Ójá – það er einhver slatti sem finnur sér “spennandi” vörur og fjárfestir í þeim.
(vinn í póstinum – þeir senda vörur í gegnum okkur).
Muniði eftir Elvu sem keppti í Idol í fyrra eða var það hitti fyrra (man ekki alveg) en hún er með rauttt sítt hár.
Þau eru par og munu ganga í það heilaga á næstunni (ef þau eru ekki búin að því).
*Ekki að það skiptir einhverju máli – datt í hug að koma því á framfæri. HóstHóst.
Hæ hæ . Ég er hjá Ásu og mér finnst hún alveg meiriháttar manneskja 🙂 sammála þér að ég tárast alveg við að heyra sláttinn í þessu litla lífi inn í mér 🙂
knús knús
Eina sem ég sé eru þessi handlóð og fæðubótaefna-auglýsingin.. um daginn var meira að segja verið að selja þetta tvennt saman!