Áðan fórum við Björk uppá Sandfell. Við gengum upp þurrum fótum. Þegar við komum upp endurnefndum við fellið Sandey og komum fyrir skilti til merkis um það. Þegar við komum niður aftur um hálftíma síðar þurftum við að fara úr sokkum og skóm til að vaða í land. Við vorum því síðasta fólkið til að ganga á Sandfell. Snilld að Hálslón skildi gleypa það á meðan við vorum uppi.
Leifur við nýja Sandeyjar skiltið
Björk við nýja Sandeyjar skiltið
Snæfell séð úr Sandey
Leifur að vaða í land
snillingur 🙂
haha…snilld ! 🙂
Dugnaðurinn í ykkur.
Frábært að sjá. Þið hljótið að komast á spjöld sögunnar fyrir þetta!