Jæja þá er ómunin yfirstaðin og sömuleiðis spjall við dr Val um niðurstöðurnar úr ómuninni. Það fundust á 2 stöðum pollar sem eru samt ekki pollar – erfitt að útskýra þetta, en í rauninni eru þetta vökvapollar sem tengjast bólgunum eins og síðast nema bara annarstaðar!!
Reyndar sást í öðrum pollinum smá leifar af greftri en að mati Vals og ómunarsérfræðingsins að þá er þetta eitthvað sem er minnkandi og ekkert sem þörf er á að gera neitt í. Þetta er staðsett við skurð sem var gerður í aðgerð no3 og sást ekki í síðustu ómun þannig að þetta er alveg “nýtt” en það eru jú komnar rúmar 3 vikur síðan ég var síðast í ómun og þetta gæti svosem hafa myndast á þeim tíma og horfið aftur án þess að þörf hafi verið á inngripi. Ég allavegana hef engar áhyggjur af þessu Ég á svo að mæta aftur í ómun e-n tíma í september
Annars þá átti ég alveg rosalega erfitt með mig þegar ég var að bíða eftir dr Vali áðan
afhverju? jú nokkrum metrum fyrir ofan mig lá alveg splunku ný lítil dama og góð vinkona mín er mamma hennar Litla skvísan lét sjá sig í nótt, það var svo freystandi að fá að kíkja inn á litlu familíuna fyrst ég var á staðnum en ég rétt náði að halda aftur af mér… fæ að kíkja í heimsókn e-n næstu daga
Til hamingju elsku Lilja, Ómar & Brynjar Óli hlakka til að fá að sjá “tengdadótturina”
Frábært að þetta sé allt að lagast
Og innilega til hamingju með litlu stelpuna Lilja og fjölskylda !