Jæja ég fór áðan og hitti hann Val lækni á kvennadeildinni í tékk á brjóstinu.
Honum leist líka svona ljómandi vel á stöðuna og er nokkuð viss um að það komi ekkert nýtt út úr ómskoðuninni sem ég á að fara í á morgun, þ.e. að það sjáist bara bólgur þar sem þroti er í brjóstinu. Þrotinn er nefnilega eingöngu í kringum þá staði þar sem eitthvað var krukkað í brjóstið 🙂
Ég ræddi líka aðeins við hann í sambandi við útkomuna úr síðustu ómskoðun þar sem ég var nú ekki alveg sátt við skilaboðin sem ég fékk í gegnum Katrínu brjóstagjafaráðgjafa frá honum. En í síðustu ómun sást nefnilega lítill pollur og skilaboðin voru sú að ég ætti að klára skammtinn sem ég var á af sýklalyfjunum og það ætti ekkert að aðhafast neitt frekar. Í dag fékk ég semsagt betri útskýringar á þessu öllu saman – skilaboðakerfi eru lásí – Valur taldi nefnilega eftir að hafa skoðað myndirnar að þetta væri alls ekki graftarpollur heldur væri þetta vökvi tengdur bólgunum eftir aðgerðirnar, ég vona svo innilega að hann hafi haft rétt fyrir sér. Hann sagði einnig að þar sem ég hef ekki fengið neitt bakslag eftir að hafa verið sýklalyfja laus í þennan tíma og brjóstið liti svona vel út eins og það gerir að þá hefði grunur hans að öllum líkindum verið réttur. Ég benti honum reyndar á þá staðreynd að ég hefði ekki fundið fyrir þessum graftrarpolli sem hafði myndast fyrir aðgerð no 3, hefði ekki verið með hita eða nein önnur einkenni sem ég gat fundið. Hinsvegar fann Björk ljósmóðir/brjóstagjafaráðgjafi fyrir bólgunni og það var ástæðan fyrir því að ég fór í þá ómun.
Ég fer sumsé í fyrramálið í ómskoðun og þá krossa allir fingur fyrir mig ekki satt?
bara upp á að það komi ekkert nýtt í ljós 😉 set inn frekari fréttir um það á morgun 😀
fyrir Hafrúnu Ástu 😉
tíminn er kl 9:30 😉
Krossa auðvitað fingur… klukkan hvað svo erfitt að vinna fyrir hádegi alveg með krosslagða fingur.