úps, ég sé að það er orðið dálítið síðan ég skrifaði eitthvað hérna inn síðast 🙂
Af okkur er allt ágætt að frétta, sárin mín gróa ágætlega – bara stóri skurðurinn sem ég gæti alveg trúað að eigi eftir að trufla mig e-n tíma í framtíðinni þó hann geri það ekki í dag. Hann er reyndar þannig staðsettur að það sér hann enginn nema ég og Leifur og jú eflaust einhverjir aðrir ef mér dettur í hug að vera topplaus á sólarströnd 😉 fyrstu 2 skurðirnir eru alveg búnir að loka sér og líta bara vel út.
Ég á að mæta í aðra ómskoðun 6 júlí til þess að skoða hvort pollur sem fannst í síðustu ómun hafi ekki bara ákveðið að flytja í burtu með aðstoð sýklalyfjanna og svo á ég að mæta aftur eftir 2-3 mánuði þegar allt ætti að vera gróið. Dögg læknir vill að ég fari í tékk til þess að athuga hvort það hafi verið eitthvað til staðar í brjóstinu sem ýtti undir myndanir allra þessara polla því að ég er víst orðið eitthvað keis þarna hjá þeim sem “versta tilfellið sem þær hafa séð á ferlinum” ekki það að ferilinn hennar Daggar sé langur 😉 eða hún er allavegana mjög ungleg!! hinsvegar þá eru brjóstagjafaráðgjafarnir 3 sem ég hef talað við mun eldri en hún og þær eru með áratuga reynslu á bakinu þannig að ég verð að trúa þeim.
Við erum búin að ákveða skírnardag og rétt að byrja að tala við fólkið okkar 🙂 Við ætlum að skíra í Dómkirkjunni þann 1 júlí í morgunmessu – allir velkomnir þangað 😉 – svo verður veisla fyrir þá feðga, þ.e. Skírnarútskrifarveisla þar sem Leifur hélt í raun ekki upp á útskriftina neitt sérstaklega um síðustu helgi. Fórum reyndar öll (fjölskyldan hans Leifs) saman út að borða í tilefni þess að þeir bræður voru báðir að útskrifast. Ferlega kósí kvöld en jafnframt mjög skrítinn dagur – þar sem ég var svo lengi í burtu frá litla drengnum mínum – fór auðvitað fyrst við útskriftar athöfnina sjálfa og svo út að borða um kvöldið, bara skrítið!!!
Annars þá eru hlutirnir að smella saman fyrir veisluna, erum búin að panta kerti hjá nunnunum í Hafnarfirði, setja saman smá nammilista fyrir veisluborðið og setja saman gestalista 🙂
Jæja ég ætla að fara að gera eitthvað af viti… ble í bili 😉
Ja hérna ertu bara eitthvað vísindaverkefni Dagný mín en vona að allt sé orðið gott….Leifur til hamingju með útskriftina, maður hafði bara ekkert heyrt hvernig fór með síðasta prófið en samkvæmt þessu hefur þú fengið að klára það………..og bara að líða að skírn litla pjakksins sem ég er ekki enn farin að sjá og eru engin “hint” gefin upp ??????
er þetta út í loftið eða eftir einhverjum ? svona ekki liggja á þessu ein ……………..
hehe I’m not telling 😉
Til hamingju með útskriftina hans Leifs….
gott að heyra líka að allt gangi nú vel hjá þér Dagný min og eg vona að pollarnir sjái sig um og láti sig hverfa í eitt skipti fyrir öll…. Hlakka líka til að heyra nafnið á litla Magnúsi…þangað til er hann bara kallaður litli Magnús á þessum bæ…. ‘)
Frábært að það gengur betur.
Var að spá í að fá að kíkja á ykkur í næstu viku. Endilega látið vita hvenær þið eruð laus. Mömmu langar að kíkja með mér og hún er alltaf búin að vinna um 4. Svo endilega láttu vita hvenær hentar ykkur best.
Sjáumst fljótt, Guðbjörg og Jökull Örn.
Þetta er einn af kostunum að aðrir geti gefið stubbnum að borða, ég komst ekki svona lengi frá fyrsta hálfa árið eða lengur jafnvel bara! Takk fyrir síðast, þetta var æði 🙂
Þú tekur þetta með trompi. Versta keis! Gott að allt sé á bataleið.