jæja núna er vissum áfanga náð hjá dömunni… Ég fór í umbúðaskipti áðan og viti menn ég fékk þau gleðitíðindi að það væri kominn tími til þess að taka drenin 2 úr!!! Sem þýðir bara að það er ekkert nema bati í myndinni (eða ég vona það amk), ég á reyndar að fara aftur í ómskoðun á miðvikudaginn til þess að vera alveg sjúr á því að það sem finnst í brjóstinu núna séu bara bólgur eftir aðgerðirnar. En þvílíkur lúxus að vera loksins laus!! Ég er búin að vera með svona slöngur í brjóstinu núna í heilar 2 vikur! og á þeim tíma hef ég ekki getað farið í almennnilega sturtu! Mig er búið að dreyma að komast í sturtu í ég veit ekki hvað langan tíma og vá hvað það var líka ljúft áðan að stíga undir bununa!!! algert æði!
liggur við að mig langi strax aftur í sturtu *haha*
Gott að það er að koma bati í þetta. Það lagði nettan fnyk yfir Vesturmæinn sem Austurbæingar þoldu illa en svo fréttum við af sturtuferð sem hafði góð áhrif á mengunarskýið 😉 Bara grín 🙂 Hafið það gott með sæta stráknum ykkar
Vona að allt sé nú í áttina hjá þér Dagný mín, þetta fór nú allt framhjá mér í flutningunum en gott að heyra að það gengur vel………var að skoða myndirnar af “litla Mána” og hann hefur bara breyst töluvert frá fyrstu myndunum og enginn Magga-afa svipur lengur……….bara líkur sjálfum sér sýnist mér……ég fer nú að skreppa í bæinn að kíkja á ykkur enda styttra núna og svo eruð þið alltaf velkomin að kíkja við………..bið að heilsa hinum ábúendunum í Birtingaholti.
Gott að allt er að lagast í brjóstunum,já það er ótrúlegt hvað sturta getur verið dásamleg. Við förum að kíkja fljótlega á kútinn áður en hann fer að tala og ganga ;-), við erum bara alltaf í útilegu eða á ferðinni út og suður,knús Kolla
Góðan bata!