mér líður eins og ég sé orðin 18 aftur eða eitthvað álíka – amk komin í prófatíð í menntó! það er maí, úti er sól, yndislegt veður og búið að vera svona í nokkra daga en hvar er ég? jú ég er innandyra og “kemst” ekki út.
hefði lítið á móti því að litli kútur væri örlítið eldri og farinn að sofa í vagninum sínum svo að ég kæmist út í göngutúr með vagninn.. það væri lúxus!!!
Það hefur enn ekkert komið í ljós í sambandi við prófið hans Leifs en við bíðum bara róleg – hann gefur sér þá núna allan þann tíma sem hann hefur til þess að klára þetta blessaða verkefni sitt og í framhaldi af því þá fáum við mæðginin etv aðeins meiri tíma með honum. Eins og staðan er akkúrat núna er verið að ath hvort topparnir þarna hjá verkfræðideildinni séu til í að hafa “veikindapróf” núna í maí í stað þess að hafa það í ágúst eins og vaninn er svo að Leifur fái að útskrifast í júní eins og til stóð en ef það gengur ekki upp þá tekur hann prófið í ágúst og útskrifast í haust. Það gerir svosem ekki mikið til, væri bara betra að klára þetta núna.
Koma tímar, koma ráð 🙂
bið kærlega að heilsa móður og syni, hann er 100% fullkominn og fallegur 🙂
bið líka að heilsa pabbanum, vona að þessi skóli gangi upp á bestan hátt
Litli kútur gerði alveg eins og þú sagðir, beið með að fæðast fram yfir prófið hans Leifs. Hann bara fattaði ekki að aðdragandinn að fæðingunni hans yrði svolítð langur og pabbi kæmist þess vegna ekki í prófið 😉
Hann er yndislegur litli kúturinn. Hlakka til að sjá fleiri myndir af honum og jafnvel sjá hann í eigin persónu einhvern tímann í sumar.
Til hamingju med litla kut. Eg er buin ad vera ad fylgjast serstaklega vel med blogginu utaf honum 🙂
Eg a tvaer stelpur og vissi ekki ad thau thurftu ad vera ordin akv. gomul (hversu gomul?) til ad fara ut i gongutur. Thaer eru reyndar faeddar i jun og ag. Su eldri thurfti ad fara a sjukrahus (ekkert alvarlegt) taepl. 2 daga gomul og eg labbadi med tha yngri a Lansann i 5 daga skodun. Thad er allt i lagi ad fara med thau ut. Orugglega audveldara ef madur er med sling.
Sonja: hann fékk vott af gulu þannig að ljósan vildi ekki að hann færi í vagninn strax 😉 annars þá erum við búin að fara í heimsóknir bara í bílnum 🙂
þetta tengist líka þyngdinni og svo frv 😉 ekkert major og það var enginn smá lúxus að komast út í dag 😀
10 daga gamall búinn að fara á kjörstað og kjósa!! *heh*
Gunnhildur, ætliði að koma heim í sumar???!
Halldóra, pottþétt eintak enda er hann 50% ættaður af snæfellsnesinu!!
Helga, true 😉
Hjartanlega til hamingju með fallega soninn!
Hamingjan er ykkar.
Lífið er gott.
Æh hann er svo sætuuur… Vonandi komumst við til að sjá hann fljótlega! En hei.. hann er 100% af Snæfellsnesi, 50% Ólsari (þú) og 50% Hólmari (Leifur)! Og hana nú… 😉
hvað með danann? og vesturbæjinginn ? 😛
Mig langaði að óska ykkur innilega til hamingju með soninn. Hann er ákaflega laglegur -eins og við var að búast. Gangi ykkur sem allra best og njótið þess að vera til.
Það nokkuð ljóst að nú bregður maður sér bæjarleið og fær að “smakka”. Við samgleðjumst ykkur því að ekkert gefur manni meira en svona gjafir. Guð geymi ykkur.
Kveðja,
Gréta litla
Ok, eg skil. Reyndar helt eg ad solarljos vaeri gott fyrir gulunni. Thad var mer amk sagt thegar nr. 1 faeddist. Hun fekk einmitt gulu sem var astaedan fyrir spitalaferdinni a odrum degi. Thad er nu samt kannski ekki svo mikid solarljos sem kemst inni vagnanna. Betra ad hafa thau nalaegt glugga. Eg tok eftir gulunni a myndinni sem thu sendir svo inn i naesta posti.
jebb sólarljós er besta meðferðin við svona vægri gulu ásamt því að setja þau oft á brjóstið 🙂
Annars þá held ég að svona nokk breytist frá ári til árs… t.d. er núna ekki mælt með því að krílin fái snuð fyrr en brjóstagjöfin er komin almennilega af stað – upp á það að þau taki brjóstið örugglega rétt 🙂