Eitthvað fer nú lítið fyrir uppfærslum hérna svona í og með vegna þess að mest allur minn tími fer auðvitað í það að kynnast og dást að drengnum mínum. Hann er búinn að vera alger engill þessa tæpu viku sem hann hefur verið utan bumbunnar, er alger svefngúrka og við höfum fengið að sofa á næturna og tökum svo daginn snemma með því að fá okkur góðan morgunmat og beint aftur í kúr og lúr 😉 hann er líka algert matargat þótt það hafi ekki sést þegar við fórum í 5 daga skoðunina í dag.
Vinir okkar og ættingjar eru búnir að vera duglegir við að fylgjast með og kíkja í heimsókn til þess að hitta litla kút. Við erum svo búin að senda út “frumsýningartilboð” til föðurættarinnar annaðkvöld og vonumst til þess að þið komist flest!! Ég myndi aldrei ná að senda út svona boð á mína fjölskyldu þannig að þið sem lesið hérna þá er bara um að gera að hringja á framnesveginn og tékka hvort við séum ekki vakandi 😉 föðurfamilían er auðvitað velkomin hingað líka en vá hvað ég legg innilega ekki í að fá alla mína fjölskyldu í einu *haha*
Jæja ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja meira hérna þannig að ég held að það sé mun betra að fara bara og halda áfram að dást að sæta stráknum mínum 🙂
Er búið að skrá drenginn í Sjálfstæðisflokkinn? Því fyrr því betra.
kveðja ,Maggi 🙂
já veistu nei… 😉
Hæhæ
Til hamingju með prinsinn
Rosalega sætur strákur´:o)
Kveðja Begga og fjölskylda