Jæja þá er dagurinn okkar runninn upp og krílið virðist amk ekki ætla að láta einhverja tölvutækni segja sér hvenær það ætlar að eiga afmæli 🙂
Spurning um að plata Leif til þess að kíkja e-ð út að borða í kvöld og ath þá með veitingastaði sem spara ekki kryddin *haha* segji svona.
Ég kíkti á gamla vinnustaðinn minn áðan, Sjúkraþjálfunina, náði að hitta 3/5 af sjúkraþjálfurunum, bara gaman að kíkja við 🙂 Komst að því allavegana áðan að ég get dobblað Þorgeir og Gauta til þess að rifja upp punktana í sambandi við nálastungurnar *Haha* Þorgeir bauð mér það nú reyndar óbeint áðan þegar ég sagði honum að í dag væri actually dagurinn!
Stalst til þess að glugga í bækurnar þeirra og ótrúlegt en satt að fastakúnnarnir eru margir hverjir enn að koma! Og m.a.s. á sömu tímum, talandi um rútínu!!!
Myndi segja að biðin sé þá loksins hafin hjá mér 😉
úúúú…spennandiiii…. 🙂 systir mín á afmæli á morgun, góður dagur:) Mæli með Austur-indíafélaginu út að borða.. sterkt og ógó gott!! 😉 Gangi þér vel!!
hehe, úúú ég ath AI ef ég fer að verða óþolinmóð 😉
Jæja, ég get ekki beðið mikið lengur eftir litla krílinu ykkar, hvernig væri að láta Leif leggjast þvert yfir þig og sjá hvað það gerir 🙂 . Ég ætla með Óla og Elsu norður á Sigló um helgina. Gangi ykkur vel með framhaldið. Hlakka til að fá upplýsingar þegar eitthvað gerist.
kveðja
Maggi
Það er fylgst með úr fjarlægð héðan af langsokknum! 🙂