ég er búin að vera ferlega léleg við að sinna því sem skiptir mig máli undanfarið.. lítið sem ekkert saumað (nema eitt lítið fermingarkort til frænda míns), ekkert fiktað í skrappinu, ekkert lesið af ráði nema læknabréf *woohoo*, það eina sem ég virðist hafa gert nóg af er að sofa en samt ekki því að ég virðist alltaf geta sofið 😛
Annars þá er ég bara að taka einn dag í einu, reyni að plana sem minnst þó að það sé alltaf gaman að hafa eitthvað til þess að hlakka til 🙂 Ég geri ráð fyrir því eiginlega að vinna fram á næsta þriðjudag… í raun þá eiginlega bara í ca 2-3 tíma á þriðjudaginn þar sem þá á ég að mæta í mæðraskoðun um morguninn og fékk þau skilaboð frá ljósunni síðast að ef ég yrði enn að vinna þá mætti ég alveg búast við því að hún myndi senda mig heim! hah! næstu 3 vikur verða þá ferlega skemmtilegar hjá mér ef að krílið lætur bíða eftir sér… Annars þá er Leifur búinn að segja litla krílinu að það eigi að bíða fram á næsta þriðjudag með að láta sjá sig, það sé of margt að gerast þessa dagana *hehe* jájá ég læt bara kalla hann út af landsfundinum ef þarf 😉 sennilega verra með rannsóknarferðina sem hann þarf að fara í á mánudaginn – taka smá tékk fyrir verkefnið sitt svo hann geti klárað það 🙂
En eins og ég sagði, einn dagur í einu og sem minnstu plönin 🙂
Annars þá er allt að verða tilbúið fyrir litla omsakrílið, rúmið komið upp, sængin þarí (reyndar enn í hreinsunarpokanum 😉 ), kommóðan með slatta af pínu ponsu litlum fötum, bílstóllinn bíður eftir farþega hreinn og fínn, dúnpokinn sem fer í stólinn er reyndar nýfarinn í hreinsun en það gerir ekkert til 😉 og svo á ég bara eftir að tína í tösku dótið sem ég ætla að hafa með upp á deild fyrir mig, er búin að taka saman fötin sem ormsakrílið kemur heim í. jú og svo vantar auðvitað kanntinn í rúmið, en hann hlakka ég mikið til að sjá fullgerðan og kominn á sinn stað 🙂 tengdó var svo yndisleg að vera til í að tilraunast með að gera einn slíkann úr bútasaum, hún er að reyna að finna auka klst í sólarhringnum til að klára hann *híhí* mér finnst svo æðislegt að geta verið með svona persónulega hluti í kringum litla ungann, t.d. þá er vöggusængin gamla sængin mín sem Þura amma gaf mér þegar ég fæddist 🙂 og eitt sængurverið er sængurver sem Helga amma saumaði þegar mamma var pínupons 🙂
váá þetta fer alveg að bresta á en þú veist það eflaust best sjálf. persónulega sé ég ekkert að því að þú sofir mikið – reyndu bara að sofa sem mest en ef þér langar í félagsskap, t.d. ef leifur er að gera eitthvað og er ekki heima bjallaðu þá bara í mig – getum alltaf horft á eitthvað í sjónvarpinu eða bara kjaftað – láttu þér líða vel annars er mér að mæta!
hehe, ég geri mitt besta 🙂
Ó mæ gúddís – voðalega er tíminn fljótur að líða!!!!!
En spennó… allt að fara að skella á… og já tíminn er bara alltof fljótur að líða…
Ég er ako alveg sammála Ásu að það er barasta ekkert að því að þú sofir mikið, þú ert nebblega löglega afsökuð 😉
Líka kanski gott ða hvíla sig núna – ekki víst að það verði mikil hvíld í boði eftir nokkrar vikur 🙂
hehe, já ég veit stelpur, enda sef ég þegar ég þarf þess 🙂
en já rétt tæpar 2 vikur í settan dag aldrei að vita hvað gerist samt 🙂
Vá hvað tíminn líður hratt marrr, það er bara að koma að þessu. Mér finnst ég hafa fengið fregnirnar í fyrradag 😮 Enn hlakka til að sjá ormsa, meira hlakka ég til að vita hvort ég hefi fengið frænda eða frænku…. 😉 spennó
En farðu vel með þig og sofðu eins og þú getur, það verður nóu slitróttur svefn þegar ormur litili mætir á svæðið. Er annars Leifur búin að skrá sig í hrekkjalóma félagið til að takast á við orminn og læra hvernig hrekkir verða til…..(ég hef hann reyndar grunaðan um að vera ekki alveg eins saklausan og hann þóttist vera þarna í fermingunni um daginn, ég held hann sé líka meinstríðin), he he hlakka til þegar útvarp Reykjavík hringir með nýjustu fréttir 😉
hehe, ne ég efast um að hann sé búinn að skrá sig í félagið… en hann á sín móment þó 😉 hann er nú búinn að fá rúm 3 ár í að umgangast mig og svo lífstíðarnámskeið með omsanum *híhí*
hihi já 2 vikur í settan dag… ótrúlegt hvað þetta er fljótt að líða…
Við verðum að ná einum hittingi áður stelpur !! 😉
var ekki eitthvað verið að tala um síðasta vetrardag?