Tíminn líður ekkert smá hratt… og ég sem var búin að undirbúa mig fyrir það að hann myndi nú líða frekar hægt þessa dagana… enda er það nokkuð sem maður er búin að fá að heyra nokkuð reglulega.
Finnst það ótrúlegt að það sé komið að mánuðinum “mínum“, að það séu virkilega komið að því að settur dagur sé bara eftir “nokkra” daga og að allt hafi gengið svona vel – þó ég sé búin að vera að fá einhverjar smá pílur í bakið undanfarnar vikur og finn það hversu þreytt ég er farin að verða að þá finnst mér þetta bara búið að vera “písofkeik“. Fékk reyndar að heyra það nokkrum sinnum um helgina að þetta færi mér svo vel og fyrst að þetta væri búið að ganga svona vel þá ættum við barasta ekkert að bíða lengi með að koma með næsta barn 🙂
Ég verð að viðurkenna að mér finnst bara alls ekki svo langt síðan ég var að telja niður dagana þar til Leifur kæmi heim í vaktarfrí í lok ágúst.. það síðasta sem ég vildi gera var að tilkynna honum um nýja hlutverkið í gegnum síma eða e-mail, það kom ekki til greina af minni hálfu!!! amk finnst mér ekki vera svona langt síðan. Það að ég tók varla eftir því þarna í byrjun að það væru svona miklar breytingar í gangi hefur etv haft áhrif á þetta líka 🙂
Ég geri mér nú samt alveg grein fyrir því að þar sem ég er sett svo seint í mánuðinum þá er nú alveg séns á að Maí verði bara mánuðurinn 😉
Vonandi áttu barnið ekki fyrr en eftir 12 apríl, því ég á eftir að sauma saman vöggusettið sem.
ég ætla að gefa þér, en eins og er er ég stödd í Danmörku.
kveðja Jóhanna