Ég fór í fermingarmessuna hjá Halldóri frænda áðan… þau voru bara 2 að fermast í dag í Grensáskirkju. Dálítið öðruvísi messa en maður er vanur þar sem messan fór öll fram á táknmáli, m.a. voru sálmarnir túlkaðir á táknmáli þar sem bæði fermingarbörnin eru heyrnarlaus eða mikið heyrnarskert.
Dáldið sérstakt að hafa einstakling “út í sal” sem las alla messuna upp af blaði og horfa á prestinn vera að segja allt á tákmáli. Mér fannst samt frábært að horfa á kórinn túlka alla sálmana. Það varð einhvernvegin til þess að maður fylgdist almennilega með kórnum (reyndar voru nokkrir meðlimir kirkjukórs Grensáskirkju sem sungu líka en voru auðvitað ekki “aðal” atriðið). Þetta var á vissan máta eins og að vera í leikhúsi, að sitja og fylgjast virkilega með prestinum á meðan hún predikaði og auðvitað kórnum líka. Það að vita af því að messan yrði öðruvísi en vanalega var einmitt það sem ýtti undir það að fara, bara gaman að upplifa pínu öðruvísi messu.
Halldór frændi stóð sig með prýði, fór með sína ritningargrein, á táknmáli auðvitað, var algerlega afslappaður og flottur. Til hamingju með daginn frændi 🙂
Tákmál hefur alltaf heillað mig og mun sennilega ætíð gera. Ég sé enn eftir því að hafa ekki farið á táknmálsnámskeiðin með mömmu þegar hún var á þeim, þó að hún segjist vera búin að tapa því niður í dag vegna æfingaleysis. En ég MUN fara fyrr en seinna, ég SKAL gera það 🙂
Gaman að heyra að svona messur eru til og það *hehum* í minni kirkju… Maður þarf greilega að fara skoða hvað er að gerast í kirkjunni sinni…he he
Enn elsku dúllan min…. táknmáls túlkun er kennd í háskólanum og tekur 3ár að læra það… Ég á tvær vinkonur sem er í því námi, önnur útskrifast í vor og hin næsta vor. Það er mikill skortur á þessu fólk sem vil túlka og mikil vinna sem býður þeirra. Þú ættir að kanna á hvaða hillu þú ert í lífinu og kannski bara skokka í stóra skólann þarna hinu megin á hæðinni , nota tíman meðan þú ert í fæðingarorlofi….. Ég veit þú ert ekki með stúdentspróf enn kannski er 25 ára reglan í gildi í þessari grein… hún er ekki í gildi á öllu veit ég. Enn um að gera að finna sér það sem manni finnst gaman af…..
ég er ekki að tala um túlkun, langar enganvegin í hí :-$ – ég er bara að tala um að kunna málið – fyrir mér er þetta alveg jafn gilt tungumál og íslenska, enska, danska eða þýska/franska sem við erum skyldug til þess að kunna þegar við klárum stúdentinn.
Jamm mér finnst táknmál líka heillandi. Ég tók einn kúrs í Kennó um táknmál og lærði smá á því.. væri alveg til í að læra meira. Mjög skemmtilegt. 🙂
Arnbjörg, ég dreg þig með einhvern daginn eða þú mig *hahaha*