Ég var búin að vera að lesa svo miklar grýlusögur af þessum blessaða sjóði að mig kveið bara fyrir því að senda inn umsóknina og ef það væri eitthvað sem ég væri í vafa um í sambandi við útfyllinguna á pappírum og svona að það tæki mann víst marga daga að ná sambandi við þennan blessaða sjóð. Svo þegar á reyndi þá náði ég símasambandi eftir ca 5 mín bið í mesta lagi, ef ég sendi þeim tölvupóst þá var svar komið innan við klst eftir að ég ýtti á send og í gær, innan við mánuði eftir að ég sendi umsóknirnar inn, fengum við svör – að vísu smá brengluð svör þar sem einhverrahluta vegna þá vildu þeir meina að það væri ekkert sem sýndi fram á að Leifur myndi fara með forsjá barnsins – samt stóð í bréfinu að ef par væri skráð í óvígða sambúð að þá væri það gott og gilt sem “gagn” yfir það að við færum með sameiginlega forsjá – NB við erum skráð í sambúð 😀
Það litla sem þurfti til var að velja númerið hjá fæðingarorlofssjóði eftir að síminn opnaði og tala þar við stelpu sem fletti okkur upp sá að þetta bréf var rugl og umsóknin hans var tekin fyrir aftur núna á næstunni 🙂
Ég skil ekki alveg allar þessar grýlusögur *heh* ég hef nú samt sennilegast verið búin að undirbúa mig undir eitthvað allsherjar vesen 😉 og ég átti nú allra síst von á því að fá svör svona fljótt þó það hafi þurft eitt lítið símtal til viðbótar til þess að fá Leifs pappíra í gegn þá er það bara fyndið 🙂 eða mér finnst það allavegana 😀
Annars þá er ég að fara í örlítið skert starfshlutfall (75%) frá og með mánudeginum, við erum ekki alveg búnar að raða því niður hvernig það kemur til með að verða en það á samt að byrja í skertu starfshlutfalli á mánudaginn 😉 það þarf nefnilega að púsla því eitthvað saman hvernig þetta verður þar sem mitt starfshlutfall er aðeins skipt á milli afgreiðslunnar (ca 25-30%) og svo sem læknaritari – og stelpurnar hérna á bakvið eru auðvitað ekki alveg að gúddera það að ég hverfi bara frá þeim 😉 þannig að við þurfum að funda eitthvað aðeins 😀
Æ Dagný mín það er nú alltaf einhvern veginn þannig að þær sögur sem fara af þessum sjóði eru bara slæmu sögurnar. Það er engin sem segir ” þetta var ekkert mál og öll mín mál voru leist á skjótann hátt”, eða ” þetta var ekkert, mínir pappírar runnu í gegn”… það er fullt af fólki sem ekki lenti í neinu en það heyrist ekki neytt í því fólki.
Þú átt eftir ef þú ert ekki þegar byrjuð að fá að heyra líka “bara slæmu sögurnar” af fæðingum. Konur eru duglegar að segja frá hræðilegum fæðingum, svakalegum aðförum hjúkrunarfólks og bara skelfilegum uppákomum við fæðingar. Allar ljótu og vondu sögurnar koma þegar nær dregur fæðingu hjá þér ef þú hefur ekki nú þegar heyrt helling.,… en hvar eru góðu sögurnar í þeim efnum. Hvar eru við konurnar sem lenntum ekki í neinu og áttum okkar börn með okkar sársauka sem gleymdist um leið og maður sá farman í barnið,,, he he já það er svo mekilegt að allt sem miður fer erum við til í að segja fra annað er ekki til frásagnar….. gangi þér samt vel í þessum pappírum sem örðru…
😉
satt er það, ég hef hinsvegar sloppið nokkuð vel við þessar leiðinlegu sögur af ljósum og hjúkkum eða þá að ég hef heyrt og kosið að gleyma þeim þar sem ég geri mér nokkuð góða grein fyrir því að hver og einn metur sína lífsreynslu misjafnlega. eins og t.d. þegar ég fór í fyrsta sónarinn þá fannst mér konan vera helv. þurrkunntuleg og hálf dónaleg en ég veit um aðrar sem hafa lent á þeirri sömu konu í sónarskoðunum og ekki fengið sömu tilfinningu 🙂 ég er bara fegnust því að hún sá ekki um hinar skoðanirnar 😉
Annars er orðið annsi stutt í þetta dagatalslega séð – rétt rúmar 4 vikur í settan dag sem þýðir að það gætu allt eins verið rúmar 2 eða rúmar 6 😉
ooog pappírarnir eru komnir í gegn þakka þér, eða mínir allavegana, Leifs eru í “endurskoðun” þarna á Hvammstanga.