… ég hef frekar lítið að segja og er þar af leiðandi voðalega lítið að tjá mig hérna inni (svona miðað við oft áður 😉 ) – nenni ekki að vera að skrifa endalausar óléttupælingar fyrir umheiminn – hef þær frekar fyrir mig 😉 svona eitthvað sem ég get lesið næst 😉
Annars þá
… er ég enn í minni 100% vinnu og hef það bara fínt þar 🙂
… er ég enn í sundinu og finnst það æði! þó svo að sundbolurinn sé orðinn of þröngur og ég hafi þurft að grafa upp bikiní sem ég nota ALDREI í sundi 😀
… vantar mig nokkrar klst í sólarhringinn
… eru bara rétt rúmar 5 vikur í setta dagsetningu – trúi því varla sjálf
… er búið að bjóða okkur í 4 fermingarveislur á næstu 2 vikum og 1 árshátíð
… fer ég allavegana í 3 fermingarveislur og ekki á árshátíðina
… væri ég alveg til í að sleppa við þennan snjó – senda hann upp í bláfjöll? 😉
… nenni ég ekki að gera skattaframtalið
… hlakka ég til að fá minn venjulega gönguhraða aftur *heh*
… ætla ég að fara að hjálpa Leifi, erum að vinna í að flytja kommóðuna fyrir litla krílið inn úr skúrnum 😉
… finnst mér rosalega gaman að fá skilaboð í kommentakerfið 😉
here you go: komment í kommentakerfið 🙂
Mér persónulega finnst mjög gaman að lesa óléttupælingarnar þínar – gaman að fylgjast með 🙂
Hæ Dagný
Ég les alltaf bloggið þitt gaman að fylgjast með þér og óléttunni.
Vá, bara 5 vikur eftir!!! Rosalega líður tíminn hratt. Mér finnst örstutt síðan þú sagðir mér að þú værir ólétt. Hlakka til að sjá myndir af litla krílinu 😉
Kveðja frá DK
Ég held það séu fleiri en þú heldur sem lesa þessar óléttupælingar, ég hef alla vegana gaman af þeim.
Ótrúlegt hvað er stutt eftir. Áður en þú veist af verður þú á röltinu með fína barnavagninn út um allt:)
æji takk stelpur :-$ mér finnst ég stundum bara ekki skrifa neitt annað hingað inn annað en eitthvað tengt krílinu mínu (sem jú skiljanlega á ca 90% af huga mínum núna ef ekki meira) :love:
Þetta er jú fáránlega stutt, 3-7 vikur í að við fáum ungann í hendurnar og komumst að því hversu frábæran einstakling okkur hefur tekist að búa til 😉 þó svo að ég sé löngu búin að komast að því hversu sterk Birtingaholtsgenin eru 😉 lítill þrjósku- og stríðnispúki á ferðinni hérna það er alveg á tæru.
Jiii hvað ég hlakka til að sjá ponsumyndirnar eftir rétt rúmar 5 vikur! *hlakk*