… símtöl frá fólki sem er greinilega á prósentum fyrir hvern og einn einstakling sem það nær að skrá fyrir það fyrirtæki sem það vinnur hjá í úthringingarþjónustunni *piff*
Ég fékk eitt svona símtal áðan, kerling sem ætlaði sér sko að ná að skrá á mig eitt
stk e-kort, ég hef ekkert við nýtt kreditkort að gera.
Mér er alveg sama þó það sé veltukort þannig að það þurfi ekki að borga allan reikninginn ef þannig stendur á hjá manni – það eru bara rúmlega 20% vextir á eftirstöðvunum, voða hagstætt, alveg eins og yfirdrættirnir eru svakalega hagstæðir… mér er líka alveg sama þótt ég safni einhverju sem er svo borgað út sem “desemberuppbót” og þetta safnast af öllum færslum, alveg sama þótt fyrirtækið sé ekki samstarfsaðili *bladíblabla* ég veit ekki hversu oft ég sagði við konuna að þetta bara væri ekki eitthvað sem henntaði mér núna en ég vissi að ég gæti alltaf sótt um þetta ef það myndi hennta mér síðar…
Það er jú ástæða fyrir því að ég hafði samband við öll þessi líftryggingafélög og heimtaði að ég yrði tekin út af símhringingarlistunum þeirra og sömuleiðis lét ég setja þennan kassa við símanúmerið mitt í skránni – að vísu þá á það bara við um sölufólk en stundum þá virkar svona lið sem er bara að “kynna” eitthvað fyrir einhvern eins og þvílíka salan ÞÓ svo að það sé ekki verið að selja vöru sem slíka. Ég er alveg til í að svara Gallúp eða einhverju álíka ef þeir ná að plata mig í símann á henntugum tíma, þeir eru furðu lunknir við að ná manni með munninn fullan af mat 😉