1x í mánuði eru alltaf fræðslufundir hérna í vinnunni… allskonar fræðsla búin að vera í gangi síðan ég mætti hérna í haust 🙂
í morgun var hérna ofnæmislæknir, Michael Clausen, með fræðslu, nokkrar merkilegar staðreyndir sem hann kom með sem ég get haft svona á bakvið eyrað fyrir litla krílið mitt 🙂 líka gaman að sjá út frá foreldrum mínum líkur tengdar því hvernig ofnæmi erfast.
Samkvæmt því sem hann sagði þá eru heil 20% líkur á því að litla krílið fái ofnæmi (ég segji 20% af því að það er ekki vitað til þess að Leifur sé með ofnæmi) meiri líkur auðvitað að það sé eitthvað af því sama og ég er með… en það eru líka 80% líkur á því að það fái ekki ofnæmisgenin mín 😉 ég náði mér semsagt í þessi 20% þar sem ég er með sama ofnæmi og pabbi (frjókorn og fl) hinsvegar aukast líkurnar upp í 72% að barnið verði með ofnæmi ef við værum bæði ofnæmisgemsar…
Reyndar þá talaði hann aðalega um fæðuofnæmi hjá börnum fram að 1 árs aldri en þetta voru samt merkilegar tölur sem fínt er að hafa á bakvið eyrað þegar að því kemur. Samt dálítið fyndið hvernig þetta getur ruglað mann algerlega í sambandi við það sem maður hefur alltaf heyrt í tengslum við brjóstagjöf og annað þar sem hann jú mælti með því sama og allir læknar og hjúkrunarfr gera, að það sé æskilegast að barnið sé bara á brjósti til 6 mánaða aldurs eða amk til 4 mánaða og ef barnið þarf á ábót að halda að gefa því frekar þurrmjólk heldur en kúa eða sojamjólk.
En svo sýna rannsóknir fram á að börn sem ekki voru eingöngu á brjósti eru ekkert líklegri til þess að vera með fæðuofnæmi fyrir hinu eða þessu sem er “algengast” og sömuleiðis þá talaði hann um dæmi þar sem talað var um hnetuofnæmi – í einhverju landi sem ég man ekki nafnið á í augnablikinu þá fá ÖLL börn (í síðasta lagi í kringum 8 mán) einhvern heimagerðan graut sem er hefð fyrir, í þessum graut eru settar hnetur, þar eru ekki nema 0,08% líkur á hnetuofnæmi á meðan t.d. hér á Ísl. þar sem ekki er mælt með hnetum fyrir 12mánaða eru 1,1% líkur á hnetuofnæmi … hmm hvort ætli sé þá betra ? æj þetta er auðvitað bara fyndin niðurstaða.
Semsagt afar fróðlegur fundur þrátt fyrir að vera eilítið ruglandi 😉