hvað varð af hitanum og flotta veðrinu sem var úti í gær? meina hver bað um snjó?! sérstaklega jólasnjóinn sem datt niður í gærkveldi.
Annars þá fórum við í morgun og keyptum 1stk búr, nei ok ekki búr heldur ofsalega fínt rimlarúm sem litla krílið okkar mun sofa í þar til það verður orðið nógu stórt til að sofa í stórukrakka rúmmi 😉 nú eða eignast systkini sem passar etv betur í svona rúm 😉
mér finnst samt svona rimlarúm alltaf minna mig á búr 🙁 don’t know why…
Það eru eiginlega bara 2 hlutir sem ég/við eigum eftir að nálgast áður en krílið mætir á svæðið – á eftir að ná í bílstólinn og finna brjóstagjafapúða sem mér líst almennilega á (mér finnst áklæðið oft vera svo rosalega kynjaskipt eða svakalega ljóst þannig að það myndi sennilega sjást fljótt á því) – annars erum við bara í ágætis málum…
Spennandi – allt að gerast 😉
Líður svo hratt…
Ég veit ekki hvað varð af góða veðrinu – kannski ákvað það að taka sér smá frí áður en það kemur alveg og þá til að vera 😉