er þetta nú ekki farið að verða gott?
búin að vera heima síðan á föstudaginn, hóstandi úr mér lungun með óvenju lítið pláss fyrir þau samt, bara ergilegt og jafnframt vont, vont að hósta og vont að hnerra þar sem ég fæ ekki bara verki undir rifbeinin heldur líka í bumbuna! *úff* samt ótrúlega langt síðan að ég hef orðið svona veik og ekkert mælst með hita nema seint að kvöldi (og þá varla hita).
Ég er samt öll að koma til.. orðin aðeins hressari og ekki eins tuskuleg og undanfarna daga.. alveg spurning hvort maður nái ekki að gera eitthvað af viti í dag hérna heima… eins og t.d. að ganga frá frammi þar sem sá duglegi í þessu sambandi tók sig til og kláraði að mála frammi og fékk svo pabba til þess að hjálpa sér að færa kommóðurnar okkar fram þannig að ég er við það að fá víðáttubrjálæði hérna inni í svefnherbergi.. ótrúlega mikið pláss allt í einu!!! þetta aukna rými verður auðvitað ekki til staðar mikið lengur þar sem ég er búin að panta kraftakall til þess að hjálpa Leifi að bera kommóðuna, sem er úti í skúr, hingað upp svo ég geti þrifið hana og e-n tíma á næstu vikum farið að þvo og raða pínu ponsu litlum fötum ofan í skúffurnar 🙂
Samt ótrúlegt hvað tíminn líður, á morgun eru komnar 32 vikur af 40 þannig að samkvæmt skemanu eru bara 8 litlar vikur eftir, ég veit, ég veit, miða á 42vikur og þá er allt hitt bara plús og biðin sjálf ekki eins löng ef hún verður einhver *haha* 😉 Mér finnst einmitt sem þessar 32v séu búnar að vera ROSALEGA fljótar að líða, þá sérstaklega kannski af því að ég komst skv sónarnum annsi fljótt að því að ormurinn væri búinn að hreiðra um sig þarna inni 😉 mér skilst oft að meðgöngur séu lengur að líða ef konur komast svona fljótt að þessu… hah, kannski líka afþví að ég hefði vel getað þagað yfir þessu fram undir 6 mánuð! þar sem kúlan mín var svo nett og vel falin lengi. Annars þá frétti ég af því um daginn að litla barnið mitt er að fara að verða stóra/i frænka/i!!! Olli afi & Helga amma hefðu orðið all svakalega rík síðustu ár ef þau væru enn hjá okkur – mörg lang og langalangömmu/afabörn að fæðast 🙂 pínu “lægð” pabbamegin, sérstaklega miðað við fjölda afkomenda en jafnframt MARGIR að komast á barneignaraldurinn á næstu árum 😉
Fyndið að hjá Leifi þá var Hrafn Ingi bróðursonur hans fyrsta barnið í 20 ár og svo er annað að koma núna 🙂 spurning hvort það fari ekki fleiri að bætast í hópinn þar ha? *blikk* þið vitið hver þið eruð 😉
Annars gengur allt sinn vanagang fyrir utan þessi veikindi á okkur – Leifur er nefnilega líka búin að vera hálf slappur í síðustu viku án þess að leggjast svona eins og ég.
Hann fór um miðjan mánuðin austur fyrir fjall til þess að gera mælingar fyrir verkefnið sitt og er núna á fullu að slá inn niðurstöðurnar sem fengust úr því sem ætti vonandi að gefa honum eitthvað af viti til þess að vinna úr svo að hann nái að klára í vor 🙂 Ég er alltaf að fá spurningar í vinnunni hvað ég ætli að vinna lengi… ég hreinlega veit það ekki – eins lengi og ég get er alltaf svarið sem ég gef… Eins og staðan er núna þá er ekkert því til fyrirstöðu að ég vinni amk næsta mánuðinn, en aldrei að segja aldrei – ég hef 2-3 síðdegisvaktir á miðbæjarstöðinni í febrúar þannig að ég er búin að vera þæg 🙂 Leifur nýtur sín samt þegar fólk er að spyrja hann að því hvort ég sé enn að vinna að segja að ég sé sko í 2 vinnum! sumir eru annsi nálægt því að fá flog *hehe* en þetta er ósköp sakleysislegt 😀
jæja ég ætla að fara að klára að fylla út fæðingarorlofspappírana okkar svo ég geti sent þá á Hvammstanga!!
Afhverju Hvammstanga?
ég er svo sammála þér – þessi tími hefur liðið rosalega hratt – finnst eins og það hafi verið í seinasta mánuði þú sagðir okkur frá þessu – en ég verð samt spenntari með hverri vikunni sem líður 🙂
Sirrý; afþví að fæðingarorlofspakkadraslið er flutt á Hvammstanga!