jæja… við virðumst ætla að viðhalda hasarnum í hverfinu – eins og það er búið að vera rólegt og þægilegt síðustu mánuði þá varð auðvitað að fara að peppa aðeins upp í liðinu – meina dóppakkið er búið að vera farið í rúma 3 mánuði er þaggi ? 😀
Við skötuhjúin vorum rétt búin að koma okkur fyrir fyrir svefninn í gærkveldi þegar ég fer eitthvað að hnusa út í loftið… pikka í Leif og heimta að hann fari framúr til þess að kanna þessa reykjarlykt sem ég fann, ok Leifur gerir það… kíkir m.a. út um gluggann út í garð og áður en hann áttar sig almennilega á því sem hann sá sér hann glugga í blokkinni niðrá Hringbraut springa og eldtungurnar leita út – Dagný! hringja á neyðarlínuna! ELDUR! ooooookey… ss kveiknað í í blokkinni fyrir neðan hjá okkur!!!
Við öll drífum okkur á lappir (ma&pa líka) og hendumst þarna niðureftir til þess að ath hvort fólkið í blokkinni hafi áttað sig á því hvað væri í gangi þar sem eldurinn logaði á efstu hæð hússins – náðum sambandi við eitthvað fólk sem bjó á neðstu hæðinni og létum vita, Leifur hljóp reyndar líka upp á aðrahæðina (húsið er 3hæðir) og nær að banka á dyrnar þar áður en löggan mætir á svæðið. Löggan fann svo konu uppi á 3ju hæð sem var á endanum flutt með sjúkrabíl á slysó.
Sem betur fer virðist vera sem engum hafi orðið meint af og bara 2 íbúðir orðið fyrir skemmdum… en maður vill eiginlega ekki hugsa út í það hvað hefði gerst ef eldurinn hefði náð upp í þakið þar sem þar er víst allt einangrað með sagi! *hrollur*
Ég verð nú samt að hrósa löggunni/slökkviliðinu/sjúkrabílunum hvað þeir voru ótrúlega fljótir á staðinn – fannst allavegana ekki líða mikið meira en 5 mín þar til þeir komu á staðinn.. að vísu var adrenalínið í fullu fjöri þannig að tíminn kannski leið ekki “rétt” hjá manni EN þeir virtust amk vera annsi snöggir á svæðið! og sömuleiðis snöggir að klára dæmið.
Þökk sé adrenalíninu sem flæddi um æðarnar okkar þá var ekki séns fyrir okkur að sofna fyrr en seint og síðarmeir í nótt… rosalega gaman að geyspa framan í liðið hérna *geisp*
Mbl.is: Flutt á sjúkrahús eftir eldsvoða á Hringbraut
Mbl.is: Kona handtekin vegna gruns um íkveikju í nótt
Vísir.is: Grunaður um íkveikju
Vísir.is: Sætir geðrannsókn vegna íkveikju
viðbót:
Vísir.is: Lét ekki vita af eldi
Jiiii, rosalegt að lenda í svona! Það þarf greinilega ekkert að láta sér leiðast í Vesturbænum…
hehe, þetta er hörku fjör!!!!
ég reyndar er búin að búa þarna síðan ég var 6 ára og þar áður bjuggu amma og afi í þessu húsi þannig að ég hef alltaf þekkt þetta hverfi en man ekki eftir svona viðburðaríku ári!!! það var alltaf þannig að maður heyrði bara sírenuvælið fara framhjá eftir hringbrautinni á leiðinni út á granda eða út á nesið í versta falli þá voru það sjúkrabílarnir á leiðinni á ellismellaheimilin þarna í næstu götu en aldrei svona….
fyrir tæpu ári síðan var nefnilega kveikt í bíl við hliðiná bílastæðinu okkar, svo dópskríllinn sem leigði í nágrenninu og núna þetta!!!
jiminn hehe Ljótt að segja “enn spennó” en þetta er það nú bara samt…
En þið sögg að átta ykkur og það má segja að þið hafið bjargað fólkinu 😉
þetta útskýrir vælið sem ég heyrði seint í gærkvöldi… 😛
Jii, þetta eru nú meiri nágrannarnir :S en gott að eiga svona hetjur sem nágranna eins og ykkur 😉
úfff – gott að þetta endaði nokkuð vel. Vona að þessi kona sem kveikti í fái þá hjálp sem hún þarf.
Ég sá Leif bregða fyrir í fréttunum 😀
Eva; hehe, já ég sá hann líka sem og ma&pa, þá pabba nokkrumsinnum og líka á mbl myndunum 😉
Ása: já það er sorglegt að það hafi þurft þetta til þess að hún fái einhverja hjálp.. skv fréttunum allavegana var víst búið að reyna að fá einhverja hjálp fyrir hana :hmm:
Sigurborg: vííi 🙂
Eva: ljótt já en satt 😉
vá ekki amalegt að vera með svona hvunndagshetju í saumaklúbb… Væri ekki verra að fá að hitta þessa hetju fljótlega.
OMG ég þurfti nú að skoða þessar fréttir aftur ! Eins gott að slökkvuliðið í Rvík sé sneggra en á Bíldudal. Það tók þá heilan klukkutíma eftir að þeir voru kallaðir út að koma á staðinn !
Helga frænka: váaaaaaa þetta er nú meira ruglið, heilan klukkutíma?!?!? spurning um að endurskoða útkallsreglurnar og það dót
Hafrún Ásta: jájá ég læt sjá mig einn daginn 😉