jæja ég og mínir doktorar gáfumst upp…
þegar ég loksins sagði lækninum mínum frá hinni afar spennandi ferð upp á slysó og hræðslunni minni við að eiga þann möguleika á að þetta kæmi upp á aftur nú eða þá að það færi að standa í mér á nýjan leik, svona þar sem ég finn alltaf öðruhvoru fyrir því að ég þurfi að “kyngja aukalega” svo að matarbitinn komi sér nú örugglega niður í mallakút í stað þess að taka sér lengri pásu í vélindanu – ekki vinsæl stoppistöð!
Þá ákvað hann í samráði við meltingadoxann minn að það væri líklega skynsamlegast að ég færi aftur á gömlu lyfin mín, sérstaklega með tilliti til þess hve langt meðgangan er komin og svona skemmtó!!!
Ég er sumsé komin á Nexium-ið mitt aftur… voðalega spennandi 😉
Ég verð reyndar að viðurkenna að ég er búin að vera frekar stressuð yfir því þegar ég hef fundið fyrir því að bitinn hægi á sér þegar ég er að borða, það er samt eitthvað sem hefur róað mig þegar ég er að finna fyrir þessu á meðan ég er í vinnunni… kannski sú staðreynd að þarna eru fullt af læknum & hjúkkum, en á móti kemur að í raun og veru getur þessi tiltekni hópur ekki gert neitt fyrir mig annað en að reyna að róa mig niður og fá mig til þess að reyna að slaka á þar sem jú það getur oft hjálpað til og eftir sma tíma rennur bitinn niður en ef það er ekki nóg þá þarf að ýta á eftir bitanum með því í rauninni að setja mig í magaspeglun, það er skv meltingafæradoxanum mínum alveg harðbannað að nota Heimlich takið á mig þar sem það gæti víst í raun og veru gert meiri skaða heldur en hitt…
En aulinn ég áttaði mig á því þegar ég var komin heim hvað það var sem ég ætlaði líka að tala við lækninn um… jú biðja hann um að kanna hvort ég væri enn inni á aðgerðarlistanum og ef ekki að setja mig inn á hann aftur!!!! ég er svoddan auli stundum!!! og hann meiraðsegja talaði við meltingadoxann á meðan ég sat inni hjá honum og hlustaði auðvitað á allt samtalið!!! það vill reyndar bara þannig til að það er MUN auðveldara fyrir mig að ná á heimilislækninn minn heldur en hinn kallinn – og reyndar líka margfallt ódýrara að tala við hann *heheh*