skrítið hvernig eftir sumar nætur þá getur maður algerlega endursagt draumana og man allavegana helstu atriðin úr þeim…
t.d. í nótt þá sótti ein frænka mín alveg svakalega á mig í draumi – sem betur fer var ekkert nema gleði í kringum hana enda var hún að tilkynna öllum nýtt og spennandi hlutverk sem biði hennar og kærastans 😛 jújú hún var að tilkynna það að hún væri komin nokkra mánuði á leið *Heh* ég verð nú reyndar að vera ferlega leiðinleg og vona að svo sé ekki hjá þeim skötuhjúunum *hehe* hún má alveg geyma barneignir í nokkur ár þessi skjáta, enda ekki orðin tvítug 🙂
en ef ég er að fara að taka upp á því að vera eitthvað berdreymin þá efa ég það ekki að þessi frænka mín á eftir að standa sig með sóma í mömmu hlutverkinu 🙂 enda sér maður varla bloggfærslu hjá henni þar sem hún talar ekki um að hún hafi verið í heimsókn hjá þessari eða hinni frænku okkar eða með öðrum orðum börnunum þeirra, stundum mætti halda að frænkurnar væru bara bónus 😉
1 thought on “draumar”
Comments are closed.
hææææ
bara að segja hæ
kveðja
Óli