ég er alveg búin að fá það á hreint að frænkur mínar í ammeríkunni eru ekki alveg í lagi 😉
þær eru búnar að vera að senda pakka til mín fulla af fötum handa litla krílinu 🙂 kvarta auðvitað helling undan því að eiga erfitt með að geta ekki keypt alla sætu litlu kjólana eða litlu töffara fötin sem eru í boði en nóg kemur frá þeim samt 🙂 m.a. 2 útigallar!!! annar er dökkblár með Pooh hinn er BLEIKUR loðinn með mynd af pooh 😉 báðir ferlega sætir, báðir vel nýtilegir á stelpu en welll ég efast um að ég myndi gera litlum strák það að klæða hann í bleika gallann *hahah*
Linda heklaði líka þetta rosalega fallega teppi handa krílinu, ég er alveg dolfallin yfir því. Stórt og þykkt teppi og svo sendi hún mér líka borða til þess að þræða í það á ákveðnum stöðum, þær vildu ekki gera það ef ske kynni að þeir myndu krumpast eða e-ð í sendingunni 🙂
Þær eru búnar að tala endalaust um það hversu góða útsölu þær “lentu” á og það sé ástæðan fyrir þessum sendingum *úff* hvernig væri þetta ef ég vissi kynið á krílinu… Ég er reyndar sjálf búin að versla smá af dóti og láta senda til Ástu *Heh* misnota aðstæðurnar aðeins, reyndar er ég bara nýbúin að þessu þannig að mitt dót kemur ekki fyrr en seinna 🙂
Lilja vinkona keypti alveg stórsniðugan spegil þegar hún gekk með Brynjar Óla og ég hef verið að kíkja eftir svipuðum hérna heima en ekki séð neinn sem mér líkar en fann einn á netinu sem mér leist vel á þannig að ég smellti mér á hann 🙂 þetta er ss spegill sem maður festir á hnakkapúðann fyrir framan barnið þannig að ef maður horfir í baksýnisspegilinn getur maður alltaf tékkað á barninu með því að líta í spegilinn.
jæja ég ætla að fara að ath með að þræða þessa borða í teppið sjá hvernig þetta kemur út 🙂