mig langar að kaupa mér íbúð… ég er alveg komin með það á hreint.. verst að eiga ekki bót fyrir boruna á sér
Mar ætti nú ekki að láta sig dreyma of mikið þegar auravaldið er ekki beint til staðar er það?
hey… kannski mar banki bara uppá hjá kaupþingskallinum og betli af honum svona eins og 2 millur eða svo… það væri fint að eiga þær upp í íbúð hahaha…
íbúð sem ég væri til í að eignast væri í gömlu húsi, hellst efsta hæð… þ.e. risíbúð, 3 herb… veit ekki hversvegna en ég myndi ekki vilja 2 herb. íbúð… kannski er það bara vegna þess að ég er að hugsa um framtíðina eða eitthvað…
þetta með gamla húsið er kannski vegna þess að ég hef búið eiginlega allt mitt líf í eldgömlu timburhúsi… það verður 100 ára á næsta ári… byggt 1904 búið að vera í eigu fjölsk síðan 1912 langaafi & amma keyptu það þá svo amma & afi af þeim og svo loks pabbi & mamma af þeim. Föðuramma mín og pabbi ólust bæði hérna upp og svo ég frá 6 ára aldri… ekta svona ættaróðal!! verst að eitthvað lásí fyrirtæki keypti lénið Birtingaholt húsið okkar heitir það nefnilega… hefði verið TÖFF að eiga www.birtingaholt.is