er það sem kemur upp í hugann hjá mér oft þessa dagana – reyndar alveg frá því í byrjun desember.
Þessi tími frá byrjun des og fram í byrjun febrúar fer skringilega í kollinn minn, er búinn að gera það síðastliðinn ár. Einhvernvegin hugsar maður lítið út í það þegar aðrir missa einhvern/ja nákomna sér hvernig þeir vinna úr sínum málum, hvaða árstími er þeim erfiður í tengslum við minningar fólksins sem fór.
Ég veit alveg upp á mig sökina, pæli lítið í því hvort ég raunverulega viti ástæðuna fyrir því hversvegna eitt tímabil sé erfiðara fyrir einhvern en annað… oft veit maður það en hreinlega hugsar ekki út í það, og ör sjaldan að maður spyrji hvað það sé.
Fyrir nokkrum árum kom sú staða upp hjá mér að ég var rétt búin að “jafna mig” á fráfalli eins einstaklings þegar tími þess næsta var kominn. Versti tíminn er rétt að renna sitt skeið hjá mér. Þó svo að árið hafi nærri því liðið frá því að amma dó þar til frænka mín dó þá er samt svo stutt á milli dánardægra þeirra að ég á oft í erfiðleikum með þetta tímabil. Vil helst af öllu fá að vera í mínu horni og fylgjast með umhverfinu og tímanum líða á þessum tíma. Þær tvær voru ekki einu áföllin þetta árið en hins vegar þá voru þær mér næstar og sömuleiðis styðst á milli þeirra daga.
Fyrr í vikunni komst ég að því að ein af stelpunum sem voru með mér í bekk í Verzló missti dóttur sína síðasta mánudag og í dag er jarðarförin. Í dag eru líka liðin 11 ár síðan Helga amma dó.
Mikið rosalega var erfitt að lesa dánartilkynninguna í mogganum, sömuleiðis minningargreinarnar í morgun. Þó svo að ég hafi vitað af því að litla skvísan hafi verið lasin frá fæðingu þá var þetta samt visst sjokk. Hún náði ekki að verða 2 ára, afmælisdagurinn hennar er einmitt á sama tíma og litla krílið mitt á að láta sjá sig.
Ég tek þetta ef til vill meira inn á mig en ég ætti að gera… en það er ekkert við því að gera, þessi dagur er tilfinningabrenglaður hvorteð er og næstu mánuðir verða sömuleiðis tilfinningabrenglaðir hvort sem mér líkar það betur eða verr 😉
Þetta er auðvitað allt spurning um að vinna úr sorginni, sem ég tel mig vera búna að gera upp að vissu marki, mér finnst reyndar alltaf voðalega þægilegt að vera í mínu “safe zone”, vera bara heima, halda minni rútínu og umgangast þá sem ég vil umgangast.
Ég ætla að biðja ykkur sem langar til þess að senda mér einhverja orðsendingu tengda þessum pósti að senda mér frekar tölvupóst eða línu á MSN eða utan netheima, ekki setja komment við færslu sem tengist þessum pælingum ekki neitt.