ég tók mig til og kláraði loksins að sauma litla teninginn í gær… var reyndar búin að sauma hann saman og alles um daginn en vantaði alltaf tróð þannig að hann var alltaf bara á borðinu og beið (ogbeiðobeið) þar til ég álpaðist til þess að verða mér út um tróð í gær 😉 hann kemur líka svona ljómandi vel út (að mér finnst amk) gaman að sjá nýtnina í einhverju öðru en myndum alltaf 🙂 þar sem hann er frekar lítill (mig minnir að ég hafi haft kassann 25×25 spor) þá setti ég bandið þannig í hann að hann er fastur núna á litlu útsaumsskærunum mínum, þannig að núna ætti að vera auðveldara að finna skærin í körfunni minni 😉
ég notaði sprengdan þráð frá DMC sem kemur dáldið skemmtilega út 🙂
tek myndir eftir vinnu af teningnum og smelli hérna með 😉
bíð spennt eftir myndinni 🙂
kv, Helga frænka
Hæ Dagný mín
ég ætla bara að gefa þér lykilorðið á síðuna mína ég var að loka henni.
Þú ert að sjálfsögðu velkominn þar… orðið er * allt litlir stafir.
sjáumst 🙂