Ef ég bara gæti/mætti þá myndi ég leggjast fram á borðið mitt hérna og sofa þar í svona eins og fáeinar mín (lesist amk klst). Ég hef barasta ekki verið svona þreytt lengi, get að vísu kennt sjálfri mér um þetta þar sem ég vann 11klst vinnudag (með reyndar 1klst hléi) í gær og fór svo beint í sundtíma… Ég veit það vel að þetta er ekkert sniðugt, sé til hvernig verður með vinnudagana á miðvikudögum í framtíðinni. Það var reyndar ferlega rólegt á vaktinni í gær þannig að það er ekki eins og þetta hafi verið strembið – bara rosalega langur setdagur þannig séð.
Það var samt ferlega næs að komast í sundið, skemmir ekki að kennarinn (sem er Lögg. Sjúkraþjálfari) var að kenna okkur nokkur atriði í sjálfsnuddi á öxlum og hálsi – vá, hvað það var gott eftir tímann og skemmdi auðvitað ekki að smella sér í pottinn eftir tímann 😉
2 thoughts on “þreytt þreyttari þreyttust”
Comments are closed.
vona að þú hefur farið snemma að sofa í kvöld – vonandi getur þú náð upp einhverjum svefni um helgina – síðan máttu alveg kenna mér smá svona sjálfsnudd 😉
já sko ég seinsofnaði yfir simpson í gærkveldi!!!! og náði sko þokkalega upp svefninum *Hahah*
minnsta málið að kenna þér hálsogherðanuddið 🙂